Sony kynnti 26 væntanlega leiki fyrir PlayStation 5

Eins og lofað hafði verið kynnti Sony fyrir okkur hvaða leikir eru væntanlegir á PlayStation 5 fyrr í kvöld. Kynningin, sem bar heitið „The Future of Gaming“, stóð yfir í um 70 mínútur og var streymt á YouTube og Twitch. Það fyrsta sem okkur var boðið upp á í kynningunni var tilkynning um að RockStar leikurinn GTA V Online (Grand Theft Auto 5) yrði boðinn núverandi spilurum sem frí uppfærsla í PS5 útgáfu leiksins. Aðrir leikir sem voru kynntir í kvöld:

Horizon II: Forbidden West.
Gran Turismo 7.
Resident Evil 8: Village
Sackboy: A Big Adventure.
Bugsnax.
Stray.
Kena: Bridge of Spirits.

Í lok kynningarinnar fengum við svo loks að berja augum hvernig PS5 leikjavélin og fylgihlutir koma til með að líta út. Nánar af því.

Nánar um PS5: Það sem við vitum um PS5: Útgáfudagur, verð, vélbúnaður og fleira [UPPFÆRT]

15 thoughts on “Sony kynnti 26 væntanlega leiki fyrir PlayStation 5”

Leave a Reply