

Eins og lofað hafði verið kynnti Sony fyrir okkur hvaða leikir eru væntanlegir á PlayStation 5 fyrr í kvöld. Kynningin, sem bar heitið “The Future of Gaming”, stóð yfir í um 70 mínútur og var streymt á YouTube og Twitch. Það fyrsta sem okkur var boðið upp á í kynningunni var tilkynning um að RockStar leikurinn GTA V Online (Grand Theft Auto 5) yrði boðinn núverandi spilurum sem frí uppfærsla í PS5 útgáfu leiksins. Aðrir leikir sem voru kynntir í kvöld:
- Spider-Man: Miles Morales frá PS Studios (TBA Holiday 2020)
- Gran Turismo 7 frá Polyphony Digital / Sony (TBA)
- Ratchet & Clank: Rift Apart frá Insomniac (TBA)
- Project Athia frá Square Enix
- Stray frá BlueTwelve Studio/ Annapurna Interactive (TBA 2021)
- Returnal frá Housemarque (TBA)
- Sackboy: A Big Adventure frá Sumo Digital (TBA)
- Destruction Allstars frá Lucid
- Kena: Bridge of Spirits frá Ember Lab (TBA 2021)
- Goodbye Volcano High frá KO_OP (TBA 2021)
- Oddworld: Soulstorm frá Oddworld Inhabitants
- Ghostwire Tokyo frá Tango Gameworks / Bethesda (TBA 2021)
- Jett: The Far Shore frá Superbrothers (TBA Holiday 2020)
- Godfall frá Counterplay Games / Gearbox (TBA Holiday 2020)
- Solar Ash frá Annapurna Interactive (TBA 2021)
- Hitman III frá IO Interactive (Janúar 2021)
- Astro’s Playroom frá Japan Studios
- Little Devil Inside frá Neostream
- NBA 2K21 frá 2K
- Bugsnax frá Young Horses (TBA Holiday 2020)
- Demon’s Souls frá Japan Studio / Bluepoint (TBA)
- Deathloop frá Arkane / Bethesda
- Resident Evil 8 Village frá Capcom (TBA 2021)
- Pragmata frá Capcom (TBA 2022)
- Horizon II: Forbidden West frá Guerilla Games







Í lok kynningarinnar fengum við svo loks að berja augum hvernig PS5 leikjavélin og fylgihlutir koma til með að líta út. Nánar af því.
Nánar um PS5: Það sem við vitum um PS5: Útgáfudagur, verð, vélbúnaður og fleira [UPPFÆRT]
15 thoughts on “Sony kynnti 26 væntanlega leiki fyrir PlayStation 5”