Gran Turismo 7 reykspólar á PS5… bráðlega

Mynd: Sony

Kazunori Yamauchi, aðal sprautan hjá Polyphony Digital, steig í pontu á PS5 leikjakynningu Sony í gær og sagði okkur örlítið frá nýjasta ökuhermi þeirra, Gran Turismo 7.

Lofaði hann meðal annars að campaign hluti leiksins yrði mjög efnismikill, ólíkt því sem var þegar síðasti leikur þeirra, GT Sport, kom fyrst út fyrir PlayStation 4 árið 2017. Sá leikur (Gran Turismo Sport) hefur þó verið að njóta ókeypis viðbóta nánast mánaðarlega síðan hann kom út. Respect á það.

Bannað að bremsa.
Og gefðu nú í botn.
Gran Turismo Sport. Polyphony eru búnir að gefa okkur fríar uppfærslur frá 2017.

Gran Turismo 7 kemur út fyrir PlayStation 5, vonandi bráðum.

Nánar:

Gamesradar: https://www.gamesradar.com/gran-turismo-7-guide

Announcement trailer: https://www.gran-turismo.com/us/news/00_1197055.html

Skilaboð frá gúrú Yamauchi: https://www.polyphony.co.jp/message

One comment

Leave a Reply