Greinasafn fyrir merki: sony

Heilmikið partý hjá Sony í tilefni 5 ára afmælis PSVR [UPPFÆRT]

Sony heldur þessa dagana upp á 5 ára útgáfuafmæli sýndarveruleikagræju PS4 sem er kölluð PSVR. Apparatið hefur selst ágætlega og enn eru að koma út spennandi titlar sem notfæra sér sérstöðu tækisins.

Sony nefndi þá VR titla sem hafa mest verið spilaðir af notendum PSVR. Þetta eru leikirnir:

Most-Played PlayStation VR Games Globally

Rec Room
Beat Saber
PlayStation VR Worlds
The Elder Scrolls V: Skyrim VR
Resident Evil 7 biohazard

Most-Played PlayStation VR Games, By Region

Europe: Rec Room, PlayStation VR Worlds, Beat Saber, The Elder Scrolls: Skyrim VR, Resident Evil 7 biohazard
North America: Rec Room, Beat Saber, The Elder Scrolls V: Skyrim VR, Job Simulator, Firewall: Zero Hour
Japan: Resident Evil 7 biohazard, The Elder Scrolls V: Skyrim VR, PlayStation VR Worlds, Beat Saber, Gran Turismo Sport

Einnig voru nefndir til leiks nokkrir væntanlegir, áhugaverðir VR titlar eins og Moss: Book II, Wanderer, After the Fall, Humanity, Puzzling Places, Zenith: The Last City og fleiri.

Fríir PSVR leikir í nóvember fyrir PS Plús áskrifendur

Í tilefni afmælis PSVR ætla Sony að bjóða áskrifendum PS Plús 3 PSVR titla aukalega sem fría leiki í nóvember.

[UPPFÆRT 31.10.2021]

PSVR leikirnir þrír sem verða fríir aukalega fyrir PS Plús áskrifendur í nóvember eru:

 • The Persistence
 • The Walking Dead: Saints & Sinners
 • Until You Fall

Stikla:

Sony safnar í sarpinn, eignast Housemarque

Japanarnir bæta við stúdíó sem þeir eiga að fullu, nýjustu kaupin eru á fyrirtækinu sem framleiddi Returnal.

PS5 leikurinn Returnal þótti nokkuð vel heppnaður og hafa Sony nú keypt tölvuleikjastúdíóið Housemarque. Virðist vera sem barátta sé milli leikjatölvuframleiðendanna í kjölfar kaupa Microsoft á Bethesda og ekki útséð um hvar sá slagur endar. Virðist sem mikilvægt sé fyrir fyrirtækin að geta boðið upp á „exclusive“ leiki sem ekki fást á leikjatölvum samkeppnisaðilanna og barátta þeirra á milli muni snúast að miklu leiti um þetta í framtíðinni.

Áherslur fyrirtækjanna hafa um margt verið ólíkar undanfarið. Sony virðist legga áherslu á að bjóða upplifanir sem finnast ekki á öðrum leikjatölvum meðan Microsoft er að eyða miklu púðri í að opna sín kerfi og gera spilurum kleift að njóta leikja sinna á öllum tækjum sem notendur hafa aðgang að.

Við munum áfram fylgjast af áhuga á hvor viðskiptahugmyndin verður vinsælli.

Nánar:

Housemarque: https://blog.playstation.com/2021/06/29/welcoming-housemarque-to-the-playstation-studios-family

Gleðilegan PlayStation 5 útgáfudag!

Þá er hann loksins runninn upp, dagurinn langþráði, útgáfudagur nýju PlayStation 5 leikjatölvunnar í Evrópu. Þeir sem voru svo heppnir að ná að forpanta vélina hér heima á Íslandi (í september) mega eiga von á að fá sínar pantanir afgreiddar frá söluaðilum í dag og næstu daga.

Fegurðin plasti klædd.

Það tók Sony ekki langan tíma að selja allar vélar sem ætlaðar voru fyrir Evrópumarkað en þær tölvur fóru allar á fyrsta degi og eftirspurn meiri en framboð. Þeir sem fengu ekki vél í fyrsta holli ættu þó ekki að örvænta, fleiri græjur eru smám saman að detta inn hjá söluaðilum, þó skal tekið fram að engar tölvur eru enn fáanlegar í verslunum og aðeins hægt að forpanta PS5 vélar á netinu.

Aðdáendur PlayStation hafa beðið með öndina í hálsinum.

Viðbrögð nokkurra netverja á Twitter í dag:

Fyrri umfjöllun PS Frétta um PlayStation 5:

Sony kynnti væntanlega PS5 leiki: https://psfrettir.com/2020/06/11/sony-kynnti-ps5-leiki

Sony um PS5 kynninguna: þetta var bara byrjunin: https://psfrettir.com/2020/06/14/sony-ps5-thetta-var-bara-byrjunin

Svona lítur PlayStation 5 út: https://psfrettir.com/2020/06/11/svona-litur-playstation-5-ut

Samantekt: það sem við vitum um PlayStation 5: https://psfrettir.com/2020/09/16/samantekt-thad-sem-vid-vitum-um-ps5

PS Plus Collection fyrir PlayStation 5: https://psfrettir.com/2020/10/28/ps-plus-collection

PSVR fyrir PlayStation 5, leiðbeiningar: https://psfrettir.com/2020/11/12/viltu-nota-psvr-a-playstation-5-leidbeiningar-her

Hvaða leikir fá ókeypis PS5 uppfærslu: https://psfrettir.com/2020/11/12/hvada-leikir-fa-okeypis-playstation-5-uppfaerslu

Viltu nota PSVR á PlayStation 5? Leiðbeiningar hér.

Þú munt geta notað PSVR á PlayStation 5.

Ef þú vilt nota PSVR sýndarveruleikagræjuna og spila PSVR leiki á nýju PlayStation 5 vélinni þinni þarftu millistykki. Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig skal útvega slíkt apparat.

 1. Farðu á þessa vefslóð: https://camera-adaptor.support.playstation.com/en-gb
 2. Þegar þangað er komið sérðu skýringarmynd eins og þessa:

Þú þarft að lesa raðnúmerið af græjunni þinni (PSVR Processor Unit) og slá það inn á síðunni. Engin bil eða aukastafir.

 1. Þá ertu beðin(n) að færa inn heimilisfang og mæli ég með að þú pikkir það samviskusamlega inn.
 2. Voila! Þú færð sendan svona drjóla heim til þín áður en langt um líður:

Tweet með myndum af millistykki fyrir PSVR – PS5 (þakkir til @Hill_SHERPA):

Takk fyrir.

Gran Turismo 7 reykspólar á PS5… bráðlega [UPPFÆRT]

Mynd: Sony

Kazunori Yamauchi, aðal sprautan hjá Polyphony Digital, steig í pontu á PS5 leikjakynningu Sony og sagði okkur örlítið frá nýjasta ökuhermi þeirra, Gran Turismo 7.

Lofaði hann meðal annars að campaign hluti leiksins yrði mjög efnismikill, ólíkt því sem var þegar síðasti leikur þeirra, GT Sport, kom fyrst út fyrir PlayStation 4 árið 2017. Sá leikur (Gran Turismo Sport) hefur þó verið að njóta ókeypis viðbóta nánast mánaðarlega síðan hann kom út. Respect á það.

Bannað að bremsa.
Og gefðu nú í botn.
Gran Turismo Sport. Polyphony eru búnir að gefa okkur fríar uppfærslur frá 2017.

Gran Turismo 7 kemur út fyrir PlayStation 5, vonandi bráðum.

[UPPFÆRT 12.11.2020]

Samkvæmt okkar heimildum er GT7 væntanlegur fyrir PlayStation 5 á fyrri helmingi árs 2021. Þetta kom fram í nýlegri auglýsingu frá Sony þar sem þeir kynntu væntanlega PS5 leiki.

Nánar:

Gran Turismo 7: https://www.playstation.com/en-us/games/gran-turismo-7

Gamesradar: https://www.gamesradar.com/gran-turismo-7-guide

Skilaboð frá hr. Yamauchi: https://www.polyphony.co.jp/message

Stikla:

Viðtal: Gran Turismo senan á Íslandi lifir góðu lífi

Leikurinn Gran Turismo Sport kom út fyrir PlayStation 4 árið 2017. Í þessari útgáfu leiksins er mikil áhersla lögð á fjölspilun og spilun á neti og er vaxandi eSports sena í kringum hann. Hér á Íslandi er líflegur hópur sem keppir reglulega í Gran Turismo, upphafsmaður og forsprakki þess hóps er Guðfinnur Þorvaldsson (Guffi, PSN: guffaluff). Við plötuðum hann til að segja okkur aðeins nánar frá gleðinni.

Heill og sæll. Það kom mér skemmtilega á óvart að lesa að það væru yfir 260 virkir meðlimir í grúbbunni GTS Iceland. Það þýðir að ég er ekki eini vitleysingurinn sem spilar Gran Turismo Sport.

Svo sannarlega ekki! Við erum all margir vitleysingarnir sem þeysumst um stafrænar kappaktursbrautir Gran Turismo Sport!

Segðu mér aðeins frá startinu. Það tók einhvern tíma að komast á ráspól.

Já, það má með sanni segja að staðan á hópnum í dag sé fjarri því sem ég hafði reiknað með þegar ég fór af stað með þetta. Ég stofnaði GTS Iceland í upphafi árs 2018, en hugmyndin kom löngu fyrr.

Það var árið 2012, þá spilandi Gran Turismo 5 á PlayStation 3, sem ég fékk þá hugmynd að það gæti verið skemmtilegt að reyna að smala saman einhverjum smá hóp og skipuleggja íslenska mótaröð í Gran Turismo. Ég setti upp draft í Word skjali, en hugmyndin fór ekki lengra en það. Ég var alveg viss um að það væri ekki nægur áhugi til þess að það tæki því að standa í þessu, þannig það fór svo að ég yfirgaf hugmyndina og hún féll í gleymsku.

6 árum seinna, með tilkomu Gran Turismo Sport á PlayStation 4, fór ég að daðra við þessa hugmynd aftur. Á þessum 6 árum hefur leikjasenan breyst gífurlega og rafíþróttir (eSports) hafa verið í veldisvexti. Gran Turismo Sport er einmitt mjög fókuseraður á fjölspilun og var því hentugur til þess að hrinda þessu loksins í framkvæmd.

Það gekk þó ekki mjög vel í fyrstu að koma þessu af stað. Í fyrstu keppni GTS Iceland, sem fór fram í apríl 2018, voru að mér meðtöldum 12 keppendur. Tæplega helmingur voru vinir og vinnufélagar úr ELKO þar sem ég vann á þeim tíma, en þetta var allavega byrjun.

Fleiri keppendur bættust við jafnt og þétt. Þegar líða tók á annað keppnistímabilið var orðið ljóst að fjöldi áhugasamra var orðinn mun meiri en sá fjöldi sem kemst fyrir í hverri keppni. Ég ákvað því að setja af stað nýja deild, sem var opin öllum, frá og með þriðja keppnistímabili sem hófst haustið 2019. Deildin var nefnd Tier 2, og upphaflega deildin þá Tier 1.

Áfram hélt áhuginn að vaxa og fjöldi virkra meðlima í hópnum sífellt að aukast, og fór það svo að frá og með fjórða keppnistímabili sem hófst núna í haust, og stendur yfir fram á vor, var þriðja deildin sett af stað og nefnd Tier 3.

Í millitíðinni höfum við fengið fengið nokkur fyrirtæki með okkur í lið. Frá og með þriðja keppnistímabili hafa AutoCenter og veitingastaðurinn Tasty verið styrktaraðilar deildarinnar, en svo bættist Hafið Fiskverslun við á núverandi tímabili. Einnig hef ég staðið fyrir stökum keppnum/mótum í samstarfi við Domino’s, Senu/Smárabíó og Porsche á Íslandi.

Umræðuhópurinn okkar á Facebook er þegar þetta er skrifað kominn í yfir 270 meðlimi, sem eru auðvitað mis virkir, en nokkuð er um að fólk gangi í hópinn til þess að fylgjast nánar með því sem gerist hjá okkur, sem er bara frábært. Nýjasta þróunin er svo að efsta deildin, Tier 1, er nú orðinn fastur liður á sjónvarpsrásinni Stöð 2 E-Sport, en einnig mun verða einhver fréttaflutningur af mótaröðinni á Vísi samhliða því.

Það er því óhætt að segja að GTS Iceland hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og verður spennandi að sjá hvernig hópurinn heldur áfram að þróast. Næsta stóra breyting verður svo auðvitað að við munum færa okkur yfir á PlayStation 5, sem er að lenda eftir nokkra daga, og Gran Turismo 7, en hann er væntanlegur á fyrri helming næsta árs að öllu óbreyttu. Það verður mjög áhugavert að sjá hvað hann mun bjóða upp á og hvaða möguleikar opnast fyrir GTS Iceland í kjölfarið.

Hvernig eru deildirnar? Eruð þið að keppa við erlend lið?

Eins og ég kom inn á þá eru deildirnar þrjár talsins. Tier 1 er deildin sem kom þessu öllu af stað, en hún viðheldur upphaflegu sýn minni, hugmyndinni sem skaut upp kollinum árið 2012. Keppnirnar eru langar, u.þ.b. 1 klst og þarf að huga að keppnisplani með tilliti til bensín- og dekkjaeyðslu. Á tímabilinu eru svo tvær þolaksturskeppnir. Önnur þeirra er 2 klst akstur á LMP1 bílum á Le Mans um miðbik tímabilsins, og svo endar tímabilið alltaf á 2 klst keppni á Nordschleife. Deildin er lokuð og er keppendahópur ákvarðaður í aðdraganda tímabilsins með tímatöku.

Tier 2 hóf göngu sína sem opin deild fyrir þá sem komust ekki í Tier 1, en er í dag einnig lokuð deild með tímatöku fyrir tímabilið. Keppnirnar eru styttri, eða í kringum 30 mínútur hver, að undanskyldum Le Mans og Nordschleife sem eru 1 klst hvor.

Tier 3 gegnir nú sama hlutverki og Tier 2 gerði í upphafi, en deildin er opin öllum þeim sem ekki keppa í hinum tveimur deildunum og er fullkominn vettvangur til að prófa sig áfram og ná sér í reynslu. Keppnisfyrirkomulag er mjög svipað og í Tier 2 deildinni.

Ég gæti haft þetta mjööög langt til að fara nánar út í smáatriði, en áhugasamir geta lesið allt um deildirnar á heimasíðunni okkar, http://www.gtsiceland.com

Við keppum ekki við nein erlend lið, heldur er þetta alíslensk mótaröð þar sem allir keppendur eru búsettir hér á landi.

Rafíþróttir (E-sports) njóta æ meiri vinsælda, nú hafið þið styrktaraðila og eruð sendir út beint á sjónvarpsstöðvum.

GTS vagninn rúllar og ekkert fær stoppað okkur!

Vegna kastljóssins, áttu ekki æ erfiðara með að falla í fjöldann? Gefur þú margar eiginhandaráritanir?

Haha, ég get nú ekki sagt það, en það hefur einu sinni gerst að ég var spurður á víðavangi hvort ég væri Guffi í GTS Iceland. Mér fannst það mjög skondið, en verð seint talinn sem þekktur Íslendingur.

Að lokum. Hvaða apparat keyrir þú í RL? Myndir þú mæla með því ökutæki?

Ég keyri um á 2012 Ford Fiesta. Kvikindið telur heil 59 hestöfl og er því 10x aflminni en tækin sem við brúkum í GTS Iceland. Ég get vel mælt með honum, hann kemur mér frá A til B, og jafnvel C, og er ódýr í rekstri. Myndi þó seint fara með hann í brautarakstur.

Nánar:

Vefsíða GTS Iceland: http://www.gtsiceland.com

GTS Iceland á FaceBook: https://www.facebook.com/groups/2075790072439013

PS appið fær andlitslyftingu fyrir útkomu PS5

PlayStation appið hefur fengið andlitslyftingu fyrir útkomu PS5. Með forritinu getur þú tengst PS vélinni með Android og iPhone símum og gert alls kyns skandala.

Samkvæmt Sony er þetta það helsta sem hægt er að gera í PS appinu:

Here’s a list of the key features for PS App:

 • Updated user interface – The first thing you’ll notice is the sleek new user interface of the redesigned PS App. The new home screen lets you quickly see what your friends are playing and access details about your recently played games, including your Trophy List.
 • Messages integration – For a unified experience, the PS Messages app feature will now be integrated in the updated PS App so you can seamlessly message your friends all in one place. As part of this integration, PS Messages will no longer be available as a standalone app. Your existing messages and threads in PS Messages will be carried over to the updated PS App.
 • Voice Chat and Party Groups – You can now create party groups from PS App, and voice chat with up to 15 other friends though your mobile phone. Also, a note to fans: the PlayStation team is looking into your feedback around the Parties changes introduced in the PS4 system software update 8.00. There are no updates to share today, but thanks for speaking up about your concerns – we’re listening and evaluating.
 • Natively integrated PlayStation Store and remote downloads – The new native PS Store experience enables fast and smooth shopping and browsing, with the ability to remotely download games and add-ons directly to your PS4 and PS5.
 • New features for PS5 – When PS5 arrives, you’ll be able to remotely launch games, manage storage on your console if you run out of space while downloading a game, and quickly sign in to PS5 straight from the PS App.
 • All the latest PlayStation news – The Explore tab surfaces Official News from game developers and PS Blog content to help you stay up to date with the world of PlayStation.

Nánar:

Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/10/28/introducing-the-new-playstation-app-redesigned-to-enhance-your-gaming-experiences-on-ps4-and-ps5

PS Plus Collection: allir leikirnir sem verða í boði [UPPFÆRT]

Sony kynnti nýjan ávinning fyrir PlayStation Plus áskrifendur, PS Plus Collection. Þeir sem kaupa PS5 og eru með áskrift að PS Plús fá strax aðgang að nokkrum klassískum PS4 titlum.

Þetta eru leikirnir sem verða í boði:

 • Batman: Arkham Knight
 • Battlefield 1
 • Bloodborne
 • Call of Duty: Black Ops III – Zombies Chronicles Edition
 • Crash Bandicoot N. Sane Trilogy
 • Days Gone
 • Detroit: Become Human
 • Fallout 4
 • Final Fantasy XV
 • God of War
 • inFAMOUS: Second Son
 • The Last Guardian
 • The Last of Us Remastered
 • Monster Hunter: World
 • Mortal Kombat X
 • Persona 5
 • Ratchet & Clank
 • Resident Evil 7: Biohazard
 • Uncharted 4: A Thief’s End
 • Until Dawn

Þú hefur aðgang að öllum þessum leikjum að því gefnu að þú sért með PlayStation 5 og virka PS Plús áskrift. 20 frábærir, klassískir PS4 titlar og ekki fylliefni í augsýn.

PS Plus Collection þjónusta Sony verður aðgengileg PS5 spilurum á Íslandi frá 19. nóvember.

Call of Duty: Black Ops III – Zombies Chronicles Edition.

[UPPFÆRT 28.10.2020]

Sony voru að bæta við safnið 2 frábærum leikjum: Call of Duty: Black Ops III – Zombies Chronicles Edition og Crash Bandicoot N. Sane Trilogy. Það gerir að nú eru leikirnir sem fylgja PlayStation Plus Collection orðnir 20. Sony að gefa svo rækilega þessa dagana að halda mætti að jólin væru komin.

Crash Bandicoot N. Sane Trilogy.
Detroit: Become Human.
inFamous: Second Son.
God of War.

Nánar:

Nánari upplýsingar um PlayStation 5 hér: https://psfrettir.com/2020/09/16/samantekt-thad-sem-vid-vitum-um-ps5

Væntanlegir PS5 leikir: https://psfrettir.com/2020/06/11/sony-kynnti-ps5-leiki

Stikla:

PS Plus leikir nóvember: Bugsnax verður frír á PS5

Sony kynntu fyrr í dag hvaða leikir fylgja PlayStation Plus áskriftinni í nóvember. Eins og venjulega fá PS4 áskrifendur tvo fría leiki, að þessu sinni eru það Middle-Earth: Shadow of War og Hollow Knight: Voidheart Edition. Leikirnir verða aðgengilegir frá og með 3. nóvember.

PlayStation 5 áskrifendur að PS Plus fá hins vegar aðgang að leiknum Bugsnax, sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Lestu fyrri umfjöllun okkar um leikinn hér.

Samhliða þessu fengum við nýjar upplýsingar um hvers er að vænta í leiknum og birt var ný stikla fyrir hann, sjá neðar á þessari síðu.

Um Bugsnax:

„Bugsnax is a first-person, narrative-driven adventure that has you setting off to the mysterious Snaktooth Island in search of the truth behind the tasty creatures known as Bugsnax. As a journalist hungry for that next big scoop, you accept the invitation to the island from the intrepid explorer Elizabert Megafig, who has now gone missing! But you’re not alone. Fuzzy and eccentric pioneers known as Grumpuses have also followed Elizabert in search of Bugsnax, and have created the cozy settlement of Snaxburg. Capture and discover Bugsnax, make new friends, find Elizabert, and maybe you’ll get that big breakthrough story you’ve been after.

So, what does it mean to be a Bugsnax hunter? In order to capture all of the delicious Bugsnax of Snaktooth Island, you’ll have to learn all the tricks of the trade. Scan Bugsnax with you Snaxscope for clues about how to capture them, and record these observations in your Bugapedia. Drop your Snak Trap in the path of unsuspecting Strabbies to scoop them up. Can’t reach a flying Bugsnak like the Cheepoof? Use your Lunchpad to fling your Snak Trap into the air! But what if you’re dealing with a Flamin’ Cheepoof? That spicy boy will set your Snak Trap ablaze! But if you can find a way to bring the Flamin’ Cheepoof together with a frosty Bopsicle, that Cheepoof will be yours for the snacking!

All of the Bugsnax you discover interact with the player’s traps and with each other to create satisfying strategies and delicious surprises. The Grumpuses of Snaktooth Island all have their own unique cravings for Bugsnax. It’s your job to catch and feed them those Bugsnax, but how you hunt those snax is up to you.“

Bugsnax kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 19. nóvember í Evrópu. Leikurinn verður frír fyrir PS Plus áskrifendur á PlayStation 5 frá sama degi.

Nánar:

Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/10/28/bugsnax-free-at-launch-on-ps5-for-ps-plus-members

Vefsíða: https://bugsnax.com

Stikla:

Brjálaðir bílabardagar í Destruction AllStars [UPPFÆRT]

Einn af þeim leikjum sem koma út fyrir PlayStation 5 er bíla-bardagaleikurinn Destruction AllStars. Þar er blandað saman ákeyrslum og parkour í litríkum PS5 leik.

Nánar um leikinn:

„Dominate the glittering global phenomenon of Destruction AllStars – the spectacular prime-time sport for dangerous drivers. Master the art of intense vehicle-based combat through timing, tactics and skills to cause colossal amounts of damage, destruction and devastation in vibrant arenas across the globe.

Pile-on the destruction from behind the wheel or leap into the arena with a breathtaking reel of parkour action by dodging attacks, taking over vehicles or using abilities to disrupt the onslaught of incoming vehicles. Cause enough mayhem to power up your AllStars game-changing hero vehicle fuelled with special abilities.

A roster of 16 blockbuster Destruction AllStars are revved up and ready to compete in the name of entertainment and demolition. So, strap in for intense, explosive and unpredictable levels of free-flowing action and fight to be crowned the Global Destruction Federation Champion.“

Fulltrúi Lucid Games sagði nánar frá leiknum í nýlegu viðtali á PS Blog. Hann lofaði fríum uppfærslum og nýjungum eftir að leikurinn kemur út.

„After launch, we’ll be adding new modes as well as exciting twists on others. We’ll also be adding new features to help you get the most out of your Destruction AllStars experience. You can expect these additions as part of a post-launch roadmap, absolutely free, to ensure you have new ways to play, wreck after wreck.“

George Rule, Community Manager @ Lucid Games

Destruction AllStars kemur út á PlayStation 5 í febrúar 2021.

[UPPFÆRT 26.10.2020]

Útgáfu leiksins, sem átti upphaflega að koma út í nóvember, hefur verið frestað til febrúar næsta árs. Þetta koma fram í tilkynningu frá Lucid Games og Sony XDev Europe. Fréttirnar sem við fengum voru þó ekki allar slæmar því samhliða þessu var kynnt að leikurinn verði frír fyrir PS Plus áskrifendur í febrúar og mars á næsta ári.

Nánar:

Lucid Games á Twitter: https://twitter.com/lucidgamesltd

Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/29/slam-smash-and-boost-your-way-to-fame-in-destruction-allstars-coming-to-ps5

Stikla:

Köngulóarkisinn brýtur Internetið: Game Informer

Spider-Man: Miles Morales er væntanlegur á PlayStation í nóvember.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við fengum fyrst að frétta af Spider-Man: Miles Morales sem væntanlegur er á báðar kynslóðir PlayStation í nóvember. Fréttaveitan Game Informer fékk forskot á sæluna og hefur verið að spila og fjalla um leikinn. Sjá umfjöllun þeirra hér: https://www.gameinformer.com/miles

Sérstakt pláss fékk frétt miðilsins um nýjasta vin Köngulóarmannsins, köngulóarköttinn Spider-Man (þeir eru nafnar líka! OMG). Myndband Game Informer má sjá hér: https://www.gameinformer.com/exclusive-video/2020/10/14/exclusive-look-at-miles-feline-friend-in-marvels-spider-man-miles

Nafnarnir hittast.
Köngulóarkisi tilbúinn í slaginn.
Jamm, kisi er ekkert lamb að leika sér við.

Blekið var varla þornað á útgáfu Game Informer þegar Twitter lagðist á hliðina með aðdáunar- og undrunarstunum Marvel nörda og PlayStation spilara. Enda kvikindið búið að koma sér þægilega fyrir í bakpoka Miles Morales og hjálpar honum að berja á bófum og illmennum!

Sold hvað mig varðar.

Spider-Man: Miles Morales kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 19. nóvember í Evrópu, 12. nóvember í USA.

Nánar:

Umfjöllun PS Frétta um leikinn frá 17.06.2020: https://psfrettir.com/2020/06/17/miles-morales-spider-man-ps5

Umfjöllun Game Informer um Spider-Man: Miles Morales: https://www.gameinformer.com/miles

Grein og myndband sama miðils um undrakisann Spider-Man: https://www.gameinformer.com/exclusive-video/2020/10/14/exclusive-look-at-miles-feline-friend-in-marvels-spider-man-miles

Insomniac Games á Twitter: https://twitter.com/insomniacgames

Nýleg stikla fyrir leikinn sýnir 7:30 mínútur af spilun leiksins:

Bugsnax – átvöglin koma á PlayStation í haust [UPPFÆRT]

Bæjarstjórinn.

Það verður undir þér komið að uppgötva leyndardóma Snaktooth Island – eyjunnar sem er full af hálf-skordýrum-snakki og nammmmm þau eru svoooo góð! En hver er Lizbert? Og hvaða pöddu-ávaxta Bugsnax plága er þetta annars?

Íþróttakeppnir á Snaktooth Island eru háskalega spennandi.

Bugsnax er einn af mörgum áhugaverðum sem Sony kynnti fyrir PlayStation 5 á leikjakynningu fyrirtækisins á dögunum. Young Horses heitir stúdíóið á bakvið leikinn og er ekki margt annað um það að segja, nema að það er með höfuðstöðvar í Windy City (Chicago), USA.

Bjarma á kinnar slær.

Nokkrir punktar frá Young Horses, höfundum leiksins:

 • Discover, hunt, and capture all 100 different species of Bugsnax using a variety of contraptions and bait!
 • Explore the diverse biomes of Snaktooth Island to track down and reunite the inhabitants of Snaxburg.
 • Follow every lead to learn more about Lizbert’s band of misfits and the mysteries of Snaktooth Island.
 • Stuff your new friends with Bugsnax to customize them with countless new looks.

Hljómar gómsætt. Bugsnax kemur út fyrir PS4, PS5 og PC tölvur á aðventunni 2020.

Blessuð kvikindin.

[UPPFÆRT 10.10.2020]

Bugsnax kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 12. nóvember í USA og 19. nóvember í Evrópu, eða á sama degi og PS5 leikjavélin sjálf. Samtímis kemur leikurinn út fyrir PC vélar.

Nánar:

Twitter: https://twitter.com/YoungHorses

Vefsíða: https://www.bugsnax.com/

Stikla:

Kero Kero Bonito: It’s Bugsnax

Ghost of Tsushima fær fjölspilunar viðbót [UPPFÆRT]

Vígalegir eru þeir

Ghost of Tsushima, sem kom út á vegum Sony og Sucker Punch nýlega, hlaut frábærar viðtökur og hefur selst í massavís. Í dag kynnti útgefandinn að von væri á ókeypis fjölspilunar (co-op multiplayer) uppfærslu fyrir leikinn í haust.

Uppfærslan, sem kallast Legends, mun bjóða upp á spilun í liði 2-4 leikmanna og nýjar þrautir (story missions).

GoT gerist í Japan á síðmiðöldum

Nánar af PlayStation blog:

„With two players in Ghost of Tsushima: Legends, you’ll be able to play a series of co-op Story missions that escalate in difficulty, building on the foundation of combat from the single-player campaign but with new magical twists that often require careful synchronization with your partner.

With four players, you’ll be able to take on wave-based Survival missions, fighting groups of the toughest enemies Tsushima has to offer, Including new Oni enemies with supernatural abilities.

Verkið þykir ógnarfallegt

If you can best the Story and Survival missions, you may be confident enough to take on the four-player Raid that will arrive shortly after the launch of Ghost of Tsushima: Legends, sending you and your partners to an entirely new realm to challenge a brutal, terrifying enemy.“

[UPPFÆRT 06.10.2020]

Útgáfa 1.1 af Ghost of Tsushima kemur út 16. október og er frí uppfærsla. Nánar um Legends uppfærsluna: https://blog.playstation.com/2020/10/05/ghost-of-tsushima-legends-and-new-game-out-october-16

Nánar:

Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/10/05/ghost-of-tsushima-legends-and-new-game-out-october-16

Stikla:

Endurgerð Demon’s Souls á leiðinni fyrir PS5 [UPPFÆRT]

Best að láta þennan í friði, hann virðist reiður.

Einn af þeim leikjum sem voru kynntir fyrir PlayStation 5 var endurgerð Demon’s Souls frá FromSoftware.

Leikurinn, sem kom upprunalega út fyrir PS3 árið 2009 þótti ákaflega vel heppnaður (og erfiður!) og nokkrir leikir í svipuðum stíl fylgdu frá fyrirtækinu í kjölfarið: Dark Souls, Bloodborne og Sekiro: Shadows Die Twice.

Það ku vera heitt í helvíti.

Það er leikjastúdíóið Bluepoint Games sem vinnur þessa endurgerð í samstarfi við Japan Studio deild Sony. Bluepoint vann m.a. að endurgerð Shadow of the Colossus fyrir PlayStation 4.

Þeir bera vopnin vel.
Ofurefli hvað?

Demon’s Souls kemur út fyrir PlayStation 5 þann 19. nóvember.

[UPPFÆRT 30.09.2020]

Útgáfudagur Demon’s Souls hefur verið staðfestur, en leikurinn kemur út á sama tíma og PS5 vélin, það er 19. nóvember í Evrópu. Einnig hefur verið birt ný stikla sem fylgir hér á eftir.

Nánar:

Frétt af PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/16/demons-souls-ps5-gameplay-first-look

Stikla:

Sackboy í sviðsljósinu í nýjum PlayStation leik [UPPFÆRT]

Sackboy og vinkona á góðri stund.

Frá höfundum LittleBigPlanet 3, Team Sonic Racing og Hitman 2 kemur nýr leikur fyrir PlayStation hvar Sackboy sjálfur er í aðalhlutverki. Sá heitir Sackboy: A Big Adventure og var kynntur af Sony í gær. Lögð er áhersla á fjölspilunarmöguleika og byggingu / spilun borða í nýjustu afurð Sumo Digital. Allt að 4 spilarar eiga að geta spilað saman í co-op í þessum 3D platforming leik á PlayStation 5.

Gotta go fast.
3D platformer kalla þeir þennan.

Upprunalegi LittleBigPlanet leikurinn kom út á PlayStation 3 árið 2008. Síðan þá hafa margir LBP leikir og afleggjarar (spin-offs) frá honum komið út.

Skýjum ofar.

[UPPFÆRT 21.09.2020]

Leikurinn verður einnig gefinn út á PlayStation 4 og útgáfudagur er 19. nóvember í Evrópu.

Nánar:

Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=mUwI6e-em3o&feature=youtu.be

Sumo Digital: https://www.sumo-digital.com/

Twitter: https://twitter.com/SumoDigitalLtd

Allt sem við vitum um PS5: Útgáfudagur, vélbúnaður, aukahlutir og leikir [UPPFÆRT]

Hér birtum við það sem við vitum um nýju PlayStation vélina. Vélbúnað, verð, útgáfudag og fleira.

Vélbúnaður:

CPU (örgjörvi): 8x Zen 2 Cores at 3.5GHz (Variable Frequency)
GPU (skjákort): 36CUs at 2.23GHz (Variable Frequency)
GPU Architecture: Customised RDNA 2
Memory: 16GB GDDR6
Memory Bandwidth: 448GB/s
Storage: 825GB Customised SSD
I/O Throughput: 5.5GB/s (Raw), Typical 8-9GB/s (Compressed)
Optical Drive (valkvætt): 4K UHD Blu-ray Drive

Nýja PS5 leikjavélin og aukahlutir.

Samanburður á PS5 og PS4: https://www.pushsquare.com/guides/ps5-vs-ps4-full-tech-specs-comparison

DualSense fjarstýring:

DualSense fjarstýring. Meðal nýjunga eru haptic feedback og adaptive triggers.

Sony hefur sýnt nýja fjarstýringu fyrir PlayStation 5, sú mun heita DualSense. Helstu nýjungar eru „haptic feedback“ sem er uppfærsla á titringsvirkni fjarstýringarinnar ásamt „adaptive triggers“ svo hnappar hafa stillanlegt viðnám eftir því hvað er verið að spila. DS mun einnig hafa innbyggðan míkrafón svo ekki þarf heyrnartól til að spjalla.

Stikla fyrir DualSense: https://youtu.be/SebzB8W3bVU

Aukahlutir:

PSVR og aðrir aukahlutir sem gerðir eru fyrir PS4 munu virka á nýju vélinni. Þú munt þó ekki getað notað DualShock fjarstýringu í PS5 leikjum (bara PS4 titlum). PlayStation 4 heyrnatól virka áfram á PS5.

Hljóð:

PS5’s Tempest 3D AudioTech engine is designed to provide highly accurate audio positioning, which could spell a major leap forward for gaming immersion. 

Afturvirkni leikja (Backwards compatibility):

Nýja vélin mun geta spilað flesta PS4 leiki.

Leikir:

Meðal leikja sem staðfest hefur verið að komi út um leið og vélin sjálf eru þessir:

Nánar um væntanlega PS5 leiki

[UPPFÆRT 16.09.2020]

Sony hélt PlayStation 5 Showcase streymi fyrr í kvöld þar sem þetta kom fram:

Útgáfudagur:

Vélin kemur á markað í Evrópu þann 19. nóvember. Hún kemur út nokkrum dögum fyrr í USA og á öðrum mörkuðum, eða 12. nóvember 2020.

Verðin á nýju PS5 vélinni í nokkrum gjaldmiðlum.

Verð:

Í USA mun Standard útgáfan af PS5 kosta USD $499.99 en Digital útgáfan USD $399.99. Sömu upphæðir í Evrum (EUR).

Skv. gengi dagsins á Íslandi (16.09.2020) Standard ISK 80.640,- Digital ISK 64.512,-

Nánar um verð og útgáfudaga á PlayStation.com

PlayStation Plus Collection:

Sony kynnti nýjan ávinning fyrir PlayStation Plus áskrifendur, PS Plus Collection. Þeir sem kaupa PS5 og verða með áskrift að PS Plus fá aðgang að nokkrum klassískum PS4 titlum.

Um leikina sem verða í boði

Sony segist styðja óháð stúdíó, kynnti 9 leiki

Maquette.

Öllum að óvörum dúndraði Sony nýrri kynningu á Netið hvar níu leikir frá indie leikjafyrirtækjum voru sýndir. Um er að ræða bæði PS4 og PS5 titla og eru margir hverjir ansi áhugaverðir.

Sony ætlar að styðja óháðu framleiðendurna með framtaki sem þeir kalla PlayStation Indies. Fyrirtækin fá þá aðstoð frá japanska risanum við þróun og markaðssetningu leikjanna.

Carto.

Þetta eru leikirnir sem voru kynntir í gær:

 • Worms Rumble brings real-time multiplayer action to PS4 and PS5
 • Haven is a chill co-op adventure coming to PS4 and PS5
 • Introducing Carto, a charming, innovative puzzle adventure coming to PS4
 • Hacking-themed platformer Recompile is coming to PS5
 • Where the Heart Is: A narrative adventure between truth and fiction, coming winter 2020 to PS4
 • The recursive world simulation & puzzle-making process in Maquette
 • Action platformer F.I.S.T: Forged in Shadow Torch coming to PS4
 • Heavenly Bodies is coming to PS5 and PS4
 • Explore ambiguity in Creaks, coming to PS4 this summer
Worms Rumble.

Nánar:

Grein á PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/07/01/introducing-playstation-indies-and-a-morning-of-captivating-new-games

PSVR stuðningur á leiðinni fyrir Dreams

Dótturfyrirtæki Sony, Media Molecule, er að senda frá sér uppfærslu á Dreams, leikjahönnunar apparatinu fyrir PlayStation 4.

Dreams, sem kom út á PS4 í vor, er vettvangur til að búa til þína eigin leiki. Media Molecule er þekkt fyrir LittleBigPlanet, hvar þú gast búið til þín eigin borð, fyrirtækið tók hugmyndina lengra og framleiddi Dreams sem gerir þér kleift að hanna leiki sem virka í forritinu. Nú hefur MM kynnt að VR stuðningur fyrir Dreams komi þann 22. júlí og er frí uppfærsla fyrir þá sem eiga „leikinn“.

Notendur Dreams geta deilt sínum hugmyndum með öðrum og þannig búið til spilanlega leiki í Dreams umhverfinu. Media Molecule hélt nýlega „DreamsCon“ hvar þeir sýndu það flottasta sem spilarar hafa gert.

PSVR uppfærslan fyrir Dreams kemur þann 22. júlí.

Nánar:

Media Molecule: https://www.mediamolecule.com/

Twitter: https://twitter.com/mediamolecule

Miles Morales og vafinn um köngulóarmanninn

Sony Interactive Entertainment (SIE) hefur verið þekkt fyrir að gefa frá sér óljósar yfirlýsingar, nýjasta dæmið um það kom fram í kynningunni „The Future of Gaming“ sem fyrirtækið hélt þann 11. júní sl.

Einn af þeim leikjum sem voru kynntir fyrir PlayStation 5 var „Spider-Man: Miles Morales“. Samkvæmt talsmanni Sony er um að ræða „uppfærslu og umbætur“ á fyrri leik (Spider-Man á PS4) en fulltrúar Insomniac voru fljótir að leiðrétta misskilninginn: þarna er á ferðinni sjálfstæður, nýr leikur. Við verðum að sjá til hvað kemur í ljós þegar apparatið kemur loks út.

Spider Man: Miles Morales kemur út á PS5 þegar Sony og Insomniac eru hætt að rífast.

Nánar:

Insomniac: https://insomniac.games

Stikla: https://youtu.be/fg5BuVbLABA

Frétt Polygon: https://www.polygon.com/2020/6/12/21289184/spider-man-ps5-miles-morales-game-expansion

Ratchet & Clank á PS5 er tækniundur, segja sérfræðingar

Ofurnördarnir hjá Digital Foundry hafa legið yfir PS5 kynningu Sony sem streymt var í síðustu viku. Einn af þeim leikjum sem sýndur var er Ratchet & Clank: Rift Apart. Umsögn sérfræðinganna hjá DF um leikinn hljómaði svona: „…it’s a breathtaking example of art, technology and imagination coming together to produce something that looks simply fantastic“.

Í þessum nýjasta leik Insomniac virðist Ratchet geta sveiflað sér fyrirhafnarlaust milli vídda og nýtir vélin þar SSD tæknina svo hleðslutímar styttast niður í nánast ekki neitt. Einnig má sjá í stiklunni fyrir leikinn hvernig hönnuðir hans nýta ray tracing tækni við lýsingu og speglun hluta og persóna. Óhætt er að segja að grafíkin í leiknum líti frábærlega vel út, svo vel að sumir fullyrða að hann sé flottari en CG bíómyndir. En sjón er sögu ríkari, hér er stiklan á YouTube: https://youtu.be/ai3o0XtrnM8

Ratchet & Clank: Rift Apart er væntanlegur fyrir PlayStation 5 en enginn útgáfudagur var gefinn upp.

Nánar:

Grein Digital Foundry: https://www.eurogamer.net/articles/digitalfoundry-2020-ps5-reveal-does-it-deliver-the-next-gen-dream

Insomniac: https://insomniac.games/

Stikla: https://youtu.be/ai3o0XtrnM8