Viltu nota PSVR á PlayStation 5? Leiðbeiningar hér.

Þú munt geta notað PSVR á PlayStation 5.

Ef þú vilt nota PSVR sýndarveruleikagræjuna og spila PSVR leiki á nýju PlayStation 5 vélinni þinni þarftu millistykki. Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig skal útvega slíkt apparat.

  1. Farðu á þessa vefslóð: https://camera-adaptor.support.playstation.com/en-gb
  2. Þegar þangað er komið sérðu skýringarmynd eins og þessa:

Þú þarft að lesa raðnúmerið af græjunni þinni (PSVR Processor Unit) og slá það inn á síðunni. Engin bil eða aukastafir.

  1. Þá ertu beðin(n) að færa inn heimilisfang og mæli ég með að þú pikkir það samviskusamlega inn.
  2. Voila! Þú færð sendan svona drjóla heim til þín áður en langt um líður:

Tweet með myndum af millistykki fyrir PSVR – PS5 (þakkir til @Hill_SHERPA):

Takk fyrir.

Leave a Reply