

Ef þú vilt nota PSVR sýndarveruleikagræjuna og spila PSVR leiki á nýju PlayStation 5 vélinni þinni þarftu millistykki. Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig skal útvega slíkt apparat.
- Farðu á þessa vefslóð: https://camera-adaptor.support.playstation.com/en-gb
- Þegar þangað er komið sérðu skýringarmynd eins og þessa:

Þú þarft að lesa raðnúmerið af græjunni þinni (PSVR Processor Unit) og slá það inn á síðunni. Engin bil eða aukastafir.
- Þá ertu beðin(n) að færa inn heimilisfang og mæli ég með að þú pikkir það samviskusamlega inn.
- Voila! Þú færð sendan svona drjóla heim til þín áður en langt um líður:

Tweet með myndum af millistykki fyrir PSVR – PS5 (þakkir til @Hill_SHERPA):
