

Hér birtum við það sem við vitum um nýju PlayStation vélina. Vélbúnað, verð, útgáfudag og fleira.
Vélbúnaður:
CPU (örgjörvi): 8x Zen 2 Cores at 3.5GHz (Variable Frequency)
GPU (skjákort): 36CUs at 2.23GHz (Variable Frequency)
GPU Architecture: Customised RDNA 2
Memory: 16GB GDDR6
Memory Bandwidth: 448GB/s
Storage: 825GB Customised SSD
I/O Throughput: 5.5GB/s (Raw), Typical 8-9GB/s (Compressed)
Optical Drive (valkvætt): 4K UHD Blu-ray Drive

Samanburður á PS5 og PS4: https://www.pushsquare.com/guides/ps5-vs-ps4-full-tech-specs-comparison
DualSense fjarstýring:

Sony hefur sýnt nýja fjarstýringu fyrir PlayStation 5, sú mun heita DualSense. Helstu nýjungar eru “haptic feedback” sem er uppfærsla á titringsvirkni fjarstýringarinnar ásamt “adaptive triggers” svo hnappar hafa stillanlegt viðnám eftir því hvað er verið að spila. DS mun einnig hafa innbyggðan míkrafón svo ekki þarf heyrnartól til að spjalla.
Stikla fyrir DualSense: https://youtu.be/SebzB8W3bVU
Aukahlutir:
PSVR og aðrir aukahlutir sem gerðir eru fyrir PS4 munu virka á nýju vélinni. Þú munt þó ekki getað notað DualShock fjarstýringu í PS5 leikjum (bara PS4 titlum). PlayStation 4 heyrnatól virka áfram á PS5.
Hljóð:
PS5’s Tempest 3D AudioTech engine is designed to provide highly accurate audio positioning, which could spell a major leap forward for gaming immersion.
Afturvirkni leikja (Backwards compatibility):
Nýja vélin mun geta spilað flesta PS4 leiki.

Leikir:

Meðal leikja sem staðfest hefur verið að komi út um leið og vélin sjálf eru þessir:
- Assassin’s Creed Valhalla
- Astro’s Playroom
- Demon’s Souls
- Destruction All Stars
- Devil May Cry 5: Special Edition (Digital)
- Fortnite
- Godfall
- Marvel’s Spider-Man: Miles Morales
- Observer: System Redux
- Sackboy: A Big Adventure
[UPPFÆRT 16.09.2020]
Sony hélt PlayStation 5 Showcase streymi fyrr í kvöld þar sem þetta kom fram:
Útgáfudagur:
Vélin kemur á markað í Evrópu þann 19. nóvember. Hún kemur út nokkrum dögum fyrr í USA og á öðrum mörkuðum, eða 12. nóvember 2020.

Verð:
Í USA mun Standard útgáfan af PS5 kosta USD $499.99 en Digital útgáfan USD $399.99. Sömu upphæðir í Evrum (EUR).
Skv. gengi dagsins á Íslandi (16.09.2020) Standard ISK 80.640,- Digital ISK 64.512,-
Nánar um verð og útgáfudaga á PlayStation.com
PlayStation Plus Collection:
Sony kynnti nýjan ávinning fyrir PlayStation Plus áskrifendur, PS Plus Collection. Þeir sem kaupa PS5 og verða með áskrift að PS Plus fá aðgang að nokkrum klassískum PS4 titlum.