

Steel Wool Studios og ScottGames vinna að gerð Five Nights at Freddy’s: Security Breach um þessar mundir. Leikurinn var kynntur á PS5 Showcase streymi Sony í gær.
Fjölskylduveitingastaðurinn Freddy Fazbear’s Mega Pizza Plex er vettvangur ógna í þetta sinn, eftir lokun fara rafdrifnu skemmtikraftarnir á stjá.

FNaF fyrirbærið hefur skelft krakka og fjölskyldur þeirra allt frá árinu 2014. Mun þessi leikur vera sá áttundi í seríunni, sem Scott Cawthon skapaði.
Five Nights at Freddy’s: Security Breach kemur út á PS5 í óskilgreindri framtíð.

Nánar:
Grein PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/16/five-nights-at-freddys-security-breach-revealed-for-ps5
Stikla: