

Einn af þeim leikjum sem voru kynntir fyrir PS5 í gær var Hogwarts Legacy. Eins og titillinn gefur til kynna gerist leikurinn í Wizarding World, en áður en Harry Potter kom til skjalanna.
Höfundar leiksins eru Portkey Games og Avalanche Software sem áður komu að gerð Disney Infinity seríunnar. Samkvæmt okkar upplýsingum er um að ræða open world hasar RPG sem gerist í Hogwarts á 19. öldinni.

Nánar um leikinn:
“Experience life as a student at Hogwarts School of Witchcraft and Wizardry like never before, as you live the unwritten and embark on a dangerous journey to uncover a hidden truth of the wizarding world. Grow your magical abilities by mastering spells, brewing potions and taming fantastic beasts. The game includes familiar locations like the Forbidden Forest and Hogsmeade Village.”


Hogwarts Legacy kemur út fyrir PlayStation 5 á næsta ári, 2021. Hann kemur út samtímis fyrir PS4, XB1, XBX / XBS og PC tölvur.
Nánar:
Grein PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/16/hogwarts-legacy-writing-for-the-wizarding-world-in-the-1800s/
Stikla: