

Meðal þess sem kom fram í kynningu Sony á leikjum framtíðar sem streymt var í gær var staðfest tilurð Horizon II. Leikurinn er framhald hins geysivinsæla Horizon Zero Dawn sem kom út fyrir PS4 árið 2017. Framleiðandi er dótturfyrirtæki SIE, Guerilla Games.

Ekki kom fram hvenær nákvæmlega leikurinn kemur út en það sem við höfum fengið að sjá lítur óneitanlega vel út. Það er ljóst að aðdáendur Aloy munu ekki verða í rónni fyrr en við fréttum meira um útgáfudag.



[UPPFÆRT 18.09.2020]
Við höfum öruggar heimildir fyrir því að leikurinn komi einnig út fyrir PlayStation 4.
Nánar:
IGN: https://www.ign.com/articles/ps5-horizon-zero-dawn-2-sequel
Guerilla Games: guerrilla-games.com
Guerilla á Twitter: https://twitter.com/Guerrilla
Announcement trailer: https://www.youtube.com/watch?v=6BfYCEpAiFo
1 thought on “Aloy snýr aftur í Horizon II: Forbidden West [UPPFÆRT]”