

Sony Interactive Entertainment (SIE) hefur verið þekkt fyrir að gefa frá sér óljósar yfirlýsingar, nýjasta dæmið um það kom fram í kynningunni “The Future of Gaming” sem fyrirtækið hélt þann 11. júní sl.

Einn af þeim leikjum sem voru kynntir fyrir PlayStation 5 var “Spider-Man: Miles Morales”. Samkvæmt talsmanni Sony er um að ræða “uppfærslu og umbætur” á fyrri leik (Spider-Man á PS4) en fulltrúar Insomniac voru fljótir að leiðrétta misskilninginn: þarna er á ferðinni sjálfstæður, nýr leikur. Við verðum að sjá til hvað kemur í ljós þegar apparatið kemur loks út.

Spider Man: Miles Morales kemur út á PS5 þegar Sony og Insomniac eru hætt að rífast.
Nánar:
Insomniac: https://insomniac.games
Stikla: https://youtu.be/fg5BuVbLABA
Frétt Polygon: https://www.polygon.com/2020/6/12/21289184/spider-man-ps5-miles-morales-game-expansion
1 thought on “Miles Morales og vafinn um köngulóarmanninn”