Rocket Arena springur út á PlayStation 4

Ansans, vélmenni.

Electronic Arts streymdi kynningu í gær sem bar heitið EA Play Live, hvar fyrirtækið sýndi það helsta sem er væntanlegt frá þeim á næstunni. Einn af þeim leikjum sem var kynntur ber heitið Rocket Arena og er fyrsta afurð leikjastúdíósins Final Strike Games.

Leikurinn er hraður og litríkur.

Þarna er á ferðinni 3v3 bardagaleikur hvar vopnin eru sprengjur, hægt er að velja mismunandi karaktera sem hver hefur sína eiginleika og vopn. Af stiklunni að dæma er leikurinn hraður og litríkur og minnir útlit hans helst á Overwatch. Leikurinn verður cross-play svo hægt verður að spila með XB1 og PC eigendum.

Hægt verður að velja á milli 10 karaktera til að byrja með.

Leikurinn er framleiddur af Final Strike Games og gefinn út af EA (Electronic Arts). Kemur út fyrir PS4, XB1 og PC tölvur þann 14. júlí.

Nánar:

Stikla: https://youtu.be/8KxpCrI7FBI

Final Strike Games: http://finalstrike.games/

Rocket Arena: https://www.ea.com/games/rocket-arena

Leave a Reply