
Japanarnir bæta við stúdíó sem þeir eiga að fullu, nýjustu kaupin eru á fyrirtækinu sem framleiddi Returnal.

PS5 leikurinn Returnal þótti nokkuð vel heppnaður og hafa Sony nú keypt tölvuleikjastúdíóið Housemarque. Virðist vera sem barátta sé milli leikjatölvuframleiðendanna í kjölfar kaupa Microsoft á Bethesda og ekki útséð um hvar sá slagur endar. Virðist sem mikilvægt sé fyrir fyrirtækin að geta boðið upp á “exclusive” leiki sem ekki fást á leikjatölvum samkeppnisaðilanna og barátta þeirra á milli muni snúast að miklu leiti um þetta í framtíðinni.

Áherslur fyrirtækjanna hafa um margt verið ólíkar undanfarið. Sony virðist legga áherslu á að bjóða upplifanir sem finnast ekki á öðrum leikjatölvum meðan Microsoft er að eyða miklu púðri í að opna sín kerfi og gera spilurum kleift að njóta leikja sinna á öllum tækjum sem notendur hafa aðgang að.

Við munum áfram fylgjast af áhuga á hvor viðskiptahugmyndin verður vinsælli.
Nánar:
Housemarque: https://blog.playstation.com/2021/06/29/welcoming-housemarque-to-the-playstation-studios-family