Eins og við sögðum frá í lok síðasta árs höfðu Take-Two Interactive hug á að kaupa enska leikjafyrirtækið Codemasters. Mættu þá ameríkanar með bílfarma af dollurum og buðu betur, varð það úr að Electronic Arts (EA) gleyptu fyrirtækið með húð og hári fyrir 1.2 billjón dollara sem svarar til svimandi upphæða í krónum talið.

Sakvæmt yfirtökufélaginu munu Codemasters halda áfram að vinna að sínum verkerfnum, leikjum eins og Project Cars, Grid, Dirt og F1.

Nánar:

https://ir.ea.com/press-releases/press-release-details/2021/Electronic-Arts-and-Codemasters-Establish-a-New-Global-Powerhouse-for-Racing-Videogames–Entertainment/default.aspx

By erkiengill

Arnar er miðaldra karlmaður sem hefur áhuga á tölvuleikjum. Hann er mjög lélegur spilari, sérstaklega í PvP leikjum. Hefur samt á langri ævi og mörgum leikjum safnað yfir 1600 PlayStation Trophies. Fyrsta leikjavélin sem hann eignaðist var Atari 800XL og var 64Kb.

Leave a Reply