
Nýjasta innleggið í Far Cry seríunni er væntanlegt innan skamms. Venjulega fylgir því nokkur tilhlökkum þar sem þessar útgáfur Ubisoft bjóða upp á mikinn hasar í fyrstu persónu og hafa nokkrar þótt vel heppnaðar.


Að þessu sinni gerist leikurinn á eyju sem svipar nokkuð til Kúbu og hermir eftir stjórnarfarinu sem þar ríkti um hríð. Eyjunni er stjórnað af grimmum harðstjóra og það verður undir þér komið að vinna bug á stjórnvöldum þar.

Far Cry 6 kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 7. október. Leikurinn verður einnig gefinn út fyrir XB1, XBX, Stadia og PC tölvur.


Nánar:
Ubisoft: https://www.ubisoft.com/en-gb/game/far-cry/far-cry-6
Stikla: