

Það var litla veislan á dögunum þegar Sony Santa Monica dúndraði á okkur útgáfudegi og nýrri stiklu fyrir væntanlegan tölvuleik þeirra, God of War: Ragnarök.
Þetta var kynnt á vefsíðu fyrirtækisins á dögunum. Þetta vitum við um leikinn:
- Leikurinn er hannaður í samstarfi Santa Monica Studio Sony og Valkyrie Entertainment.
- Leikurinn er framhald God of War endurræsingarinnar sem kom út á PS4 árið 2018.
- Í leiknum munum við fylgja Kratos gamla og syni hans Atreus áfram hvar þeir glíma við andfúla andstæðinga, þrautir og andstyggð á hvor öðrum.
- Leikurinn ku vera bannaður börnum innan 18 ára.
- Útgáfudagur apparatsins er 9. nóvember 2022.

Augnakonfekt:


Nánar:
Stikla: