Skip to content

PS Fréttir

PlayStation fréttir og fróðleikur

  • PS Fréttir
    • PS4
    • PS5
    • PSVR
  • Umsagnir
  • Vaktin
  • Um okkur
  • English
  • Home
  • 2022
  • febrúar
  • 19
  • Bungie orðið hluti af PlayStation fjölskyldunni

Bungie orðið hluti af PlayStation fjölskyldunni

Þær fréttir bárust um liðin mánaðarmót að Sony hefði keypt ráðandi hlut í hinu fornfræga leikjafyrirtæki Bungie.
erkiengill 19/02/2022

Deildu þessu:

  • Twitter
  • Facebook
Framtíðar-skotleikurinn Destiny 2 hefur notið mikilla vinsælda.

Þær fréttir bárust um liðin mánaðarmót að Sony hefði keypt ráðandi hlut í hinu fornfræga leikjafyrirtæki Bungie. Kaupverðið var $3,6 milljarðar bandaríkjadala en Bungie mun að sögn starfa áfram sem sjálfstæð eining innan samsteypunnar og halda áfram að gefa út leiki fyrir PC og aðrar leikjatölvur.

Saga Bungie nær aftur um 30 ár en fyrirtækið skapaði Halo sem varð einn söluhæsti titill á Xbox leikjatölvum eftir að Microsoft eignaðist Bungie árið 2000. Sjö árum síðar gekk sá samruni til baka og Bungie varð aftur sjálfstætt fyrirtæki, en Microsoft hélt réttinum til að þróa og gefa út Halo leikjaseríuna. Bungie hefur frá þeim tíma verið einna þekktast fyrir fyrstu persónu skotleikina Destiny og Destiny 2 en fyrirtækið er enn að gefa út efni fyrir síðarnefnda titilinn.

Framtíðarsýn Bungie er að verða alþjóðlegt margmiðlunarfyrirtæki með áherslu á fjölbreytt afþreyingarefni og mun samruninn við Sony hjálpa þeim að vaxa og dafna, var haft eftir Pete Parsons, framkvæmdastjóra Bungie.

Tags: 2022 bransinn bungie corporate halo microsoft PS4 PS5

Continue Reading

Previous: Kengúran Kao snýr aftur í sumar
Next: Moto Roader MC endurgerð brunar á PlayStation

Flokkar

  • PS4 (265)
  • PS5 (148)
  • PSVR (17)

Leita að efni

PS Fréttir í áskrift

Skráðu netfang til að fá nýjustu PlayStation Fréttir beint í innhólfið þitt.

Fylgdu okkur á Twitter

My Tweets

Lestu einnig

Olle berst við tröll í björgunarleiðangri

Olle berst við tröll í björgunarleiðangri

08/02/2023
Ubisoft kynnir útkomu The Crew Motorfest

Ubisoft kynnir útkomu The Crew Motorfest

04/02/2023
Svampur Sveinsson snýr aftur í The Cosmic Shake

Svampur Sveinsson snýr aftur í The Cosmic Shake

28/01/2023
Uppvaknir sjóræningjar kljást við Rannsóknarréttinn

Uppvaknir sjóræningjar kljást við Rannsóknarréttinn

28/01/2023
Höfundarréttur © 2020-2022 PSFréttir DarkNews by AF themes.
 

Loading Comments...