Sony heldur þessa dagana upp á 5 ára útgáfuafmæli sýndarveruleikagræju PS4 sem er kölluð PSVR. Apparatið hefur selst ágætlega og enn eru að koma út spennandi titlar sem notfæra sér sérstöðu tækisins.

Sony nefndi þá VR titla sem hafa mest verið spilaðir af notendum PSVR. Þetta eru leikirnir:

Most-Played PlayStation VR Games Globally

Rec Room
Beat Saber
PlayStation VR Worlds
The Elder Scrolls V: Skyrim VR
Resident Evil 7 biohazard

Most-Played PlayStation VR Games, By Region

Europe: Rec Room, PlayStation VR Worlds, Beat Saber, The Elder Scrolls: Skyrim VR, Resident Evil 7 biohazard
North America: Rec Room, Beat Saber, The Elder Scrolls V: Skyrim VR, Job Simulator, Firewall: Zero Hour
Japan: Resident Evil 7 biohazard, The Elder Scrolls V: Skyrim VR, PlayStation VR Worlds, Beat Saber, Gran Turismo Sport

Einnig voru nefndir til leiks nokkrir væntanlegir, áhugaverðir VR titlar eins og Moss: Book II, Wanderer, After the Fall, Humanity, Puzzling Places, Zenith: The Last City og fleiri.

Fríir PSVR leikir í nóvember fyrir PS Plús áskrifendur

Í tilefni afmælis PSVR ætla Sony að bjóða áskrifendum PS Plús 3 PSVR titla aukalega sem fría leiki í nóvember.

[UPPFÆRT 31.10.2021]

PSVR leikirnir þrír sem verða fríir aukalega fyrir PS Plús áskrifendur í nóvember eru:

  • The Persistence
  • The Walking Dead: Saints & Sinners
  • Until You Fall

Stikla: