Gleðilegan PlayStation 5 útgáfudag!

Þá er hann loksins runninn upp, dagurinn langþráði, útgáfudagur nýju PlayStation 5 leikjatölvunnar í Evrópu. Þeir sem voru svo heppnir að ná að forpanta vélina hér heima á Íslandi (í september) mega eiga von á að fá sínar pantanir afgreiddar frá söluaðilum í dag og næstu daga.

Fegurðin plasti klædd.

Það tók Sony ekki langan tíma að selja allar vélar sem ætlaðar voru fyrir Evrópumarkað en þær tölvur fóru allar á fyrsta degi og eftirspurn meiri en framboð. Þeir sem fengu ekki vél í fyrsta holli ættu þó ekki að örvænta, fleiri græjur eru smám saman að detta inn hjá söluaðilum, þó skal tekið fram að engar tölvur eru enn fáanlegar í verslunum og aðeins hægt að forpanta PS5 vélar á netinu.

Aðdáendur PlayStation hafa beðið með öndina í hálsinum.

Viðbrögð nokkurra netverja á Twitter í dag:

Fyrri umfjöllun PS Frétta um PlayStation 5:

Sony kynnti væntanlega PS5 leiki: https://psfrettir.com/2020/06/11/sony-kynnti-ps5-leiki

Sony um PS5 kynninguna: þetta var bara byrjunin: https://psfrettir.com/2020/06/14/sony-ps5-thetta-var-bara-byrjunin

Svona lítur PlayStation 5 út: https://psfrettir.com/2020/06/11/svona-litur-playstation-5-ut

Samantekt: það sem við vitum um PlayStation 5: https://psfrettir.com/2020/09/16/samantekt-thad-sem-vid-vitum-um-ps5

PS Plus Collection fyrir PlayStation 5: https://psfrettir.com/2020/10/28/ps-plus-collection

PSVR fyrir PlayStation 5, leiðbeiningar: https://psfrettir.com/2020/11/12/viltu-nota-psvr-a-playstation-5-leidbeiningar-her

Hvaða leikir fá ókeypis PS5 uppfærslu: https://psfrettir.com/2020/11/12/hvada-leikir-fa-okeypis-playstation-5-uppfaerslu

Leave a Reply