

E-Line Media hefur gefið út neðansjávar könnunarleikinn Beyond Blue. Leikurinn er innblásinn af BBC sjónvarpsseríunni Blue Planet II hvar áhorfendur voru fræddir um hafið og allt sem í því býr.

Leikurinn gerist í náinni framtíð og er saga Mirai, sem er vísindakona og könnuður. Ásamt teymi fræðimanna rannsakar hún undirdjúpin með hjálp framtíðartækni.

Óhætt er að segja að leikurinn líti ógnarvel út og ætti að falla vel í kramið hjá náttúruunnendum og þeim sem hafa áhuga á könnunarleikjum.

Beyond Blue kemur út á PS4 í dag. Leikurinn verður einnig fáanlegur fyrir XB1 og PC tövur.
Nánar: