

Nýjasta uppfærsla geimkönnunarleiksins No Man’s Sky kemur út í dag, 11. júní. Útgefandi leiksins, Hello Games, hefur tilkynnt að með þessari uppfærslu verði leikurinn cross-play og munu spilarar á PS4, XB1 og PC geta spilað saman.

No Man’s Sky kom upprunalega út á PS4 árið 2016 og var til að byrja með aðeins fáanlegur á PlayStation 4. Á ýmsu gekk í kjölfar útgáfunnar og voru Hello Games gagnrýndir fyrir að hafa lofað of miklu í upphafi og ekki staðið undir væntingum. Fyrirtækið tók gagnrýninni alvarlega og hefur síðan þá verið duglegt að gefa út fríar uppfærslur fyrir leikinn.

Nánar: http://nomanssky.com