
2K Games og Hangar 13 kynntu Mafia: Definitive Edition á dögunum. Um er að ræða þrjá fyrstu leikina í seríunni með aukapökkum, en áður hafði Mafia 3 komið út á PlayStation 4. Útgáfudagur safnsins er 28. ágúst og verður hægt að spila upprunalega Mafia leikinn frá þeim degi.
Samhliða því að þetta var kynnt kom út Mafia 2 Remastered en óhætt er að segja að viðtökur hafi verið slæmar. Reyndar svo dapurlegar að útgefandinn hefur lofað endurbótum á stykkinu þegar fram líða stundir. Þykir leikurinn ekki keyra nógu vel á kraftmestu leikjatölvum í dag. Mafia 1 verður hins vegar endurhannaður frá grunni í nýrri leikjavél, með nýju handriti og leiknum atriðum.
Mafia: Definitive Edition kemur út fyrir PS4 þann 28. ágúst. Sama dag má búast við XB1 og Steam útgáfum.
Nánar: