Ratchet & Clank á PS5 er tækniundur, segja sérfræðingar

Ofurnördarnir hjá Digital Foundry hafa legið yfir PS5 kynningu Sony sem streymt var í síðustu viku. Einn af þeim leikjum sem sýndur var er Ratchet & Clank: Rift Apart. Umsögn sérfræðinganna hjá DF um leikinn hljómaði svona: „…it’s a breathtaking example of art, technology and imagination coming together to produce something that looks simply fantastic“.

Í þessum nýjasta leik Insomniac virðist Ratchet geta sveiflað sér fyrirhafnarlaust milli vídda og nýtir vélin þar SSD tæknina svo hleðslutímar styttast niður í nánast ekki neitt. Einnig má sjá í stiklunni fyrir leikinn hvernig hönnuðir hans nýta ray tracing tækni við lýsingu og speglun hluta og persóna. Óhætt er að segja að grafíkin í leiknum líti frábærlega vel út, svo vel að sumir fullyrða að hann sé flottari en CG bíómyndir. En sjón er sögu ríkari, hér er stiklan á YouTube: https://youtu.be/ai3o0XtrnM8

Ratchet & Clank: Rift Apart er væntanlegur fyrir PlayStation 5 en enginn útgáfudagur var gefinn upp.

Nánar:

Grein Digital Foundry: https://www.eurogamer.net/articles/digitalfoundry-2020-ps5-reveal-does-it-deliver-the-next-gen-dream

Insomniac: https://insomniac.games/

Stikla: https://youtu.be/ai3o0XtrnM8

One thought on “Ratchet & Clank á PS5 er tækniundur, segja sérfræðingar”

Leave a Reply