

Agent 47 er mættur aftur í Hitman 3, leikurinn kemur út fyrir PlayStation 4 og 5 í janúar á næsta ári.
IO Interactive, höfundar leiksins, hafa lofað að þeir sem kaupa leikinn á PS4 fái fría uppfærslu fyrir PS5. Einnig hefur verið gefið í skyn að allur leikurinn verði spilanlegur í sýndarveruleika í PSVR.


Hitman 3 kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 20. janúar 2021. Samtímis kemur leikurinn út fyrir Xbox One, Xbox Series X, Stadia, og PC.
Nánar:
VR Stikla: https://youtu.be/uwjdl6vpxGU
1 thought on “Hitman 3 væntanlegur í janúar, frí PS5 uppfærsla og PSVR”