

Battle Royal leikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout, sem kom út um síðustu mánaðarmót, er orðinn vinsælasti leikur allra tíma á áskriftarþjónustu Sony, PlayStation Plus.
Þetta kom fram í Twitter-færslu Sony á dögunum. Magnaður árangur hjá Mediatonic, útgefanda leiksins, á ekki lengri tíma. Það hjálpaði væntanlega mikið að Fall Guys er frír fyrir áskrifendur PS Plus þennan mánuðinn, en útgefandinn hefur farið hamförum, m.a. á Twitter og leikurinn hefur fengið jákvæða dóma hjá helstu leikjasíðum.

Sagt er að framleiðandinn hafi kynnt hugmyndina að leiknum fyrir fjölmörgum útgefendum áður en einhver tók hann upp á sína arma. Sannast þar hið fornkveðna, reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.


Nánar:
Mediatonic á Twitter: https://twitter.com/Mediatonic
Stikla: https://youtu.be/RjuA-LmedeY
Frétt um útgáfuna: https://psfrettir.com/2020/07/14/60-manna-hopslagsmal-fall-guys/