Fall Guys er mest sótti leikur allra tíma á PS Plus

Fall er fararheill.

Battle Royal leikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout, sem kom út um síðustu mánaðarmót, er orðinn vinsælasti leikur allra tíma á áskriftarþjónustu Sony, PlayStation Plus.

Þetta kom fram í Twitter-færslu Sony á dögunum. Magnaður árangur hjá Mediatonic, útgefanda leiksins, á ekki lengri tíma. Það hjálpaði væntanlega mikið að Fall Guys er frír fyrir áskrifendur PS Plus þennan mánuðinn, en útgefandinn hefur farið hamförum, m.a. á Twitter og leikurinn hefur fengið jákvæða dóma hjá helstu leikjasíðum.

Baunirnar þurfa að yfirkoma alls kyns mótlæti.

Sagt er að framleiðandinn hafi kynnt hugmyndina að leiknum fyrir fjölmörgum útgefendum áður en einhver tók hann upp á sína arma. Sannast þar hið fornkveðna, reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.

Gula liðið í forystu.
Gotta go fast!

Nánar:

Mediatonic á Twitter: https://twitter.com/Mediatonic

Stikla: https://youtu.be/RjuA-LmedeY

Frétt um útgáfuna: https://psfrettir.com/2020/07/14/60-manna-hopslagsmal-fall-guys/

Leave a Reply