

Treyarch hefur loksins svipt hulunni af nýjasta Call of Duty leiknum, en sá ber heitið Black Ops: Cold War. Leikurinn gerist á 9. áratugnum þegar Kalda Stríðið var í hámarki og inniheldur fjölspilun, söguþráð og uppvakninga.
CoD þetta árið er unninn í samstarfi Treyarch Studios og Raven Software, en útgefandi er Activision að vanda. Warzone verður áfram hluti af leiknum en það er battle royale hluti Modern Warfare, sem hefur notið fádæma vinsælda.




Hægt er að forpanta stafræna útgáfu leiksins á PS Store og fylgir kaupunum góðgæti fyrir Modern Warfare og aðgangur af beta útgáfu BO Cold War.


Call of Duty Black Ops Cold War kemur út fyrir PS4 þann 13. nóvember. Leikurinn verður einnig gefinn út fyrir PlayStation 5.
Nánar:
PS Fréttir: Um Black Ops Cold War Zombies
Treyarch Studios á Twitter: https://twitter.com/Treyarch
Stikla: