

Embracer Group, sem hafa á undanförnum misserum verið að kaupa leikjastúdíó um víðan völl, mistókst að ljúka við fjármögnun.
Risinn Embracer sóttist eftir hlutafjárinnspýtingu að verðmæti 2 milljarða Bandaríkjadala og segja fréttir að mótaðilinn hafi verið Savvy, sjóður í eigu sádí-arabíska ríkisins.

Samningurinn klikkaði þó á ögurstundu og gekk ekki í gegn. Því hafa Embracer verið að leita leiða til að lækka kostnað og fyrsta fórnarlambið er Volition Software, höfundar Saints Row.
Stúdíóinu hefur verið lokað og starfsfólki sagt upp. Embracer hafa gefið það út að fyrirtækið muni halda áfram að skera niður þangað til fjárhagslegur grundvöllur þess hefur verið treystur til framtíðar.
Nánar:
Frétt The Verge um málið:
Embracer Group: https://embracer.com