

Nýjasti titilinn í seríunni er kominn út og sækir innblástur í fyrstu Assassin’s Creed leikina.
Mirage er afrakstur vinnu Ubisoft Bordeaux og kom út í byrjun mánaðar. Að þessu sinni er ekki um að ræða open-world ævintýri eins og í fyrirrennaranum Valhalla heldur er sögusviðið Baghdad 9. aldar.

Þar af leiðandi er kortið í leiknum töluvert minna en í síðasta leik og meiri áhersla lögð á stealth nálgun í átökum við óvini eins og var í fyrstu leikjum AC seríunnar.
Þú stígur í spor vasaþjófsins Basim og fylgir sögu hans þar til kappinn telst fullgildur meðlimur Brotherhood reglunnar sem á við óvini í Templar Order.

Mirage telst vera þrettánda innleggið í þessari vinsælu leikjaseríu og hefur hlotið jákvæðar umsagnir.
Assassin’s Creed Mirage kom út þann 5. október og er fáanlegur fyrir PlayStation 4 og 5.

Nánar:
Vefsíða:
https://www.ubisoft.com/en-gb/game/assassins-creed/mirage
Stikla: