Afslættir og tilboð, PlayStation Plus góðgæti og fleira
25.11.2020 PS Plus leikir desember 2020

Sony kynnti í dag hvaða leikir verða í boði fyrir áskrifendur að PS Plus þjónustunni í desember:
Fyrir PS4 og PS5 eru 3 leikir í boði. Just Cause 4, Rocket Arena og Worms Rumble.
28.10.2020 PS Plus leikir nóvember 2020

Sony kynnti í dag hvaða leikir verða í boði fyrir áskrifendur að PS Plus þjónustunni í nóvember:
Fyrir PS4 eru það leikirnir Middle-Earth: Shadow of War og Hollow Knight: Voidheart Edition. PS5 áskrifendur fá leikinn Bugsnax frítt þegar nýja vélin kemur út, 19. nóvember.
30.09.2020 PlayStation Plus leikir október 2020

Leikir októbermánaðar fyrir PlayStation Plus áskrifendur voru kynntir í dag. Í þetta skipti fáum við Need for Speed: Payback og Vampyr. Hægt verður að ná í góssið frá 6. október til 2. nóvember.
16.09.2020 Náðu þér í glæsilega bakgrunna í boði Sony

Á PS Blog síðu Sony má finna flott safn af bakgrunnum sem þú getur sótt til að nota í tölvuna eða símann. Þarna má finna efni úr titlum á borð við Concrete Genie, Days Gone, God of War og Ghost of Tsushima. Sjá hér: https://blog.playstation.com/2020/08/31/liven-up-your-video-calls-with-these-playstation-themed-backgrounds/
27.08.2020 PlayStation Plus leikir september 2020

Leikir septembermánaðar fyrir PlayStation Plus áskrifendur hafa verið kynntir. Í þetta sinn eru það Street Fighter V og Playerunknown’s Battlegrounds (PUBG). Hægt verður að sækja leikina frá 1. september.
17.08.2020 PlayStation Plus leikir ágúst 2020

Leikir ágústmánaðar fyrir áskrifendur að PlayStation Plus eru Fall Guys: Ultimate Knockout og Call of Duty Modern Warfare 2 Campaign Remastered.
10.07.2020 PlayStation Plus leikir júlí 2020

Leikir júlímánaðar fyrir áskrifendur að PlayStation Plús þjónustu Sony eru NBA2K20 og Rise of the Tomb Raider: 20 Year Celebration. Og sem bónus vegna tíu ára afmælis PS Plus er bætt við cinematic spennuleiknum Erica þennan mánuð.
19.06.2020 Injustice: Gods Among Us frír á PS Store

Leikurinn Injustice: Gods Among Us er ókeypis á PS Store til 25. júní. Sjá hér: https://store.playstation.com/en-us/product/UP1018-CUSA00079_00-INJUSTICEULTIMAT
17.06.2020 Meira TLOU2 góðgæti í boði Guerilla Games

Hönnuðir Horizon, Guerilla Games, bjóða nýtt HZD2 veggfóður, fyrir PC tölvur: play.st/hfw2 – fyrir Android: play.st/hfw4
17.06.2020 Notaðu þennan kóða til að sækja geggjað TLOU2 þema

Þú getur náð þér í flott dynamic theme fyrir PlayStation 4 með því að nota þennan kóða (EU Store): 9DEK-PKNG-N445. Leiðbeiningar: Farðu í PS Store / Redeem codes og sláðu inn kóðann hér á undan (án strika). Veldu download all. Farðu svo í Settings / Themes og veldu þemað. Myndin breytist svo eftir því hvort er dagur eða nótt.
12.06.2020 $1M á mánuði fyrir að spila GTAV í boði RockStar Games

Eins og kom fram í tölvupósti RockStar Games til þeirra sem spila hinn geysivinsæla Grand Theft Auto 5 fá hinir sömu gefins $1.000.000 á mánuði í gjaldmiðli leiksins fram að útgáfu GTA5 á PS5. Eina skilyrðið er að þú sért með PS Plús áskrift og skráir þig inn í leikinn. Easy money 💵
11.06.2020 Deal of the Week er Stranded Deep (PS Store)
Survival leikurinn Stranded Deep er fáanlegur fyrir USD $13.99 á PS Store núna. https://store.playstation.com/en-is/product/EP5155-CUSA18152_00-STRANDEDDEEPSIEE
11.06.2020 Allt að 75% afsláttur af völdum leikjum (PS Store)
Eins og það væri ekki nóg annað sem freistar manns þessa dagana setti Sony, án þess að mikið bæri á, í gang nýja útsölu á völdum leikjum í gegnum PS Store. Tilboðið er í gangi til 24. júní. Hér eru nokkur dæmi um leiki sem eru í boði:
Far Cry 5 (USD $14.99)
Alien: Isolation (USD $5.99)
Sherlock Holmes: The Devil’s Daughter (USD $24.99)
Rage 2 (USD $17.99)
Darksiders III (USD $29.99)
Tetris Effect (USD $19.99)
Mortal Kombat X (USD $5.99)
Watch Dogs 2 (USD $9.99)
Kingdom Come: Deliverance Royal Edition (USD $19.99)
GreedFall (USD $19.99)
Resident Evil 7: Biohazard Gold Edition (USD $19.99)
Sjá nánar á þessari slóð: https://store.playstation.com/en-us/grid/STORE-MSF77008-SAVEUPTOXX/1
09.06.2020 Days of Play og PS Plús afslættir
Sony er þessa dagana með Days of Play útsölu í gangi á PS Store. Einnig eru í boði tvöfaldir PS Plús afslættir af völdum titlum fyrir þá sem eru með áskrift.
Þú getur líka endurnýjað ársáskriftina að PS Plus fyrir USD $41.99 – sem gerir 30% afslátt af venjulegu verði (ISK 5.572 á gengi dagsins í dag). Tólf mánaða áskriftin sem þú kaupir bætist við þá mánuði sem þú hefur þegar keypt. Sweeet!
Meðal áhugaverðra titla sem eru á tilboði til 17. júní:
EA Sports FIFA 20 (USD $10.19)
Grand Theft Auto V (USD $14.99)
Spider-Man GOTY Edition (USD $19.99)
Days Gone (USD $14.79)
Red Dead Redemption 2 (USD $26.99)
Overwatch Legendary Edition (USD $19.79)
The Last of Us Remastered (USD $9.99)
Mortal Kombat 11 (USD $24.99)
God of War (USD $14.99)
Star Wars Jedi: Fallen Order (USD $29.99)
Þetta er aðeins brot af úrvalinu. Sjá alla leiki á Days of Play tilboði á PS Store: https://store.playstation.com/en-us/grid/STORE-MSF77008-DAYSOFPLAYLP
06.06.2020 Ókeypis FFVII þema á PS Store
Náðu í glæsilegt Final Fantasy VII þema á PlayStation Store: https://store.playstation.com/en-is/product/EP0082-CUSA07187_00-DYNAMICTIFATHEME
05.06.2020 PlayStation Plus leikir júní 2020
PlayStation Plus leikir júnímánaðar eru Call of Duty WWII og Star Wars Battlefront II.
Call of Duty WWII
Star Wars Battlefront II