

Battle Royale leikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout kemur út á PlayStation 4 á næstunni. Í honum ertu einn 60 spilara sem þurfa að hlaupa, hoppa og hnoðast í gegnum sífellt erfiðari þrautabraut uns aðeins einn sigurvegari stendur eftir.

Það er breska leikjastúdíóið Mediatonic sem hannar leikinn, en Devolver Digital gefa út. Stikla fyrir hann er komin á netið og lítur ansi vel út: https://youtu.be/RjuA-LmedeY

Fall Guys: Ultimate Knockout kemur út á PS4 þann 4. ágúst. Sama dag er PC útgáfa leiksins væntanleg.

Nánar:
Stikla: https://youtu.be/RjuA-LmedeY
Mediatonic: https://www.mediatonicgames.com/
1 thought on “60 manna hópslagsmál fyrir alla fjölskylduna”