

EA Sports tilkynntu útgáfudag UFC 4 á dögunum, leikurinn kemur út fyrir PS4 þann 14. ágúst. Nýjasta útgáfa þessa vinsæla bardagaleiks mun innihalda stjörnur eins og Jorge Masvidal, Israel Adesanya, Tyson Fury og Anthony Joshua.

EA hefur lofað ýmsum endurbótum á bardagakerfi leiksins, með betri gripum, fellum og gólfbrögðum.

EA Sports UFC 4 kemur út á PlayStation 4 og XB1 þann 14. ágúst.

Nánar:
Stikla: https://youtu.be/GjugTk9ovcI