

Kingdoms of Amalur: Reckoning þótti einn best heppnaði RPG leikur síðustu kynslóðar (PS3). Nú hafa THQ Nordic tekið leikinn upp á sína arma og ætla að endurútgefa fyrir PlayStation 4 undir heitinu Kingdoms of Amalur: Re-Reckoning.

Upprunalegi leikurinn kom út árið 2012 og gekk framleiðslan ekki áfallalaust, sú saga verður ekki rakin hér. Fyrir utan andlitslyftingu hafa stjórnkerfi leiksins verið aðlöguð að þörfum nútímans og með endurútgáfunni fylgja nokkrir DLC aukapakkar sem tilheyrðu PS3 leiknum. Á næsta ári ætlar útgefandinn svo að senda frá sér nýjan DLC aukapakka fyrir Kingdoms of Amalur, sá mun bera nafnið Fatesworn.

Nánar um leikinn:
“From the minds of the bestselling author R.A. Salvatore, Spawn creator Todd McFarlane, and Elder Scrolls IV: Oblivion lead designer Ken Rolston, comes Kingdoms of Amalur: Re-Reckoning. Remastered with stunning visuals and refined gameplay, Re-Reckoning delivers intense, customizable RPG combat inside a sprawling game world.
Uncover the secrets of Amalur, from the vibrant city of Rathir to the vast region of Dalentarth to the grim dungeons of the Brigand Hall Caverns. Rescue a world torn apart by a vicious war and control the keys to immortality as the first warrior ever to be resurrected from the grips of death.”

Kingdoms of Amalur: Re-Reckoning kemur út fyrir PS4, XB1 og PC tölvur þann 8. september.
Nánar:
THQ Nordic: https://www.thqnordic.com/games/kingdoms-amalur-re-reckoning
Stikla: https://youtu.be/bowKERo9Lq8