

Snillingurinn Shinji Mikami og félagar hans hjá Tango Gameworks eru með Ghostwire: Tokyo í vinnslu og er gert ráð fyrir að leikurinn komi út fyrir PS5 á næsta ári. Þetta er einn af þeim leikjum sem Sony kynnti fyrir PS5 í The Future of Gaming streyminu á dögunum.

Um er að ræða ævintýraleik hvar þú býrð yfir ofurkröftum og þarft að bjarga Tokyo frá innrás alls kyns framliðinna kvikinda. Nánar um söguþráðinn:
“Tokyo has become a city under siege; overwhelmed by paranormal threats beyond our understanding. After a devastating occult event leads to the disappearance of 99% of the city’s population, only you stand between the loss of this great city and its salvation. After the vanishing, a strange encounter causes your own supernatural abilities to take shape. Explore a beautiful city that blends ultra-modern cityscapes and stunning ancient shrines as you purge the darkness from your home. Armed with a bevy of formidable, upgradeable powers, you will face off against evil spirits (referred to as The Visitors) haunting the city of Tokyo”.

Þarna er á ferðinni enn einn ógnarfallegur og spennandi titill frá óháðu leikjafyrirtæki sem er væntanlegur fyrir PlayStation 5. Japanska leikjastúdíóið Tango Gameworks hefur áður gefið út The Evil Within 1 og 2. Shinji Mikami er helst þekktur fyrir að hafa unnið að gerð Resident Evil seríunnar.
Leikurinn er væntanlegur á næsta ári fyrir PlayStation 5.
Nánar:
Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/06/11/ghostwire-tokyo-makes-its-console-debut-on-ps5-in-2021/
Tango Gameworks: https://www.tangogameworks.com/
Twitter: https://twitter.com/tangogameworks?lang=en
Stikla: https://youtu.be/l4tkNjJsOvY
1 thought on “Bjargaðu borginni í Ghostwire: Tokyo”