Svona lítur PlayStation 5 út

Í The Future of Gaming kynningu Sony fyrr í kvöld fengum við fyrirheit um marga áhugaverða leiki sem verða í boði fyrir PlayStation 5 á næstu misserum. Leikir eins og Gran Turismo 7, Ratchet & Clank: Rift Apart, Stray, Sackboy: A Big Adventure og Horizon 2: Forbidden West. Í lokin fengum við svo rúsínuna í pylsuendanum: Sony birti í fyrsta sinn myndir af vélbúnaði nýju PS5 vélarinnar og nokkrum fylgihlutum.

Í upphafi verða tvær útgáfur af leikjavélinni í boði: hefðbundin með Blu-Ray drifi og Digital Edition, án drifs. Hin síðar nefnda verður ódýrari útgáfan.

Nánar um PS5 leikina sem voru kynntir

Hvað finnst þér um hönnun PS5? Láttu vita í athugasemdum hér að neðan.

2 thoughts on “Svona lítur PlayStation 5 út”

Leave a Reply