Malaðu sem köttur í Stray, væntanlegum PS5 leik

Leikurinn gerist í Kowloon hverfi Hong Kong.

Einn af þeim leikjum sem Sony kynnti fyrir PlayStation 5 í leikjakynningu fyrirtækisins er Stray frá BlueTwelve Studio. Í leiknum, sem gerist í Kowloon hverfi Hong Kong, ert þú í hlutverki kattar hvar þú flækist um borgina, leysir gátur og brýnir klærnar, þegar þess gerist þörf.

Þú ert köttur og getur þvælst um borgina og mjálmað þegar þér líkar.

Nánar var fjallað um leikinn í PlayStation blogginu, í samtali við höfunda leiksins kom meðal annars fram:

„Our goal is to create a unique experience playing as a cat. We are inspired everyday by our cats. Most of the team are cat owners, giving us all a lot of helpful first-hand references. Cats are always so playful, cute and lovingly annoying that it’s an endless stream of gameplay ideas for us.

It is a very unique point of view for an adventure game. Exploring the strange world we are building feels really fresh when you’re sneaking under a car, or walking the rooftops with the inhabitants below unaware of your presence. Or if you want them to be aware, you can just meow endlessly to annoy them.“

Aðrar persónur borgarinnar eru vélmenni.

Stray er væntanlegur fyrir PlayStation 5 á árinu 2021. BlueTwelve Studio hanna leikinn en Annapurna Interactive gefa út.

Nánar:

Umfjöllun PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/06/11/stray-is-coming-to-ps5-from-bluetwelve-and-annapurna-interactive

Stikla: https://youtu.be/u84hRUQlaio

One thought on “Malaðu sem köttur í Stray, væntanlegum PS5 leik”

Leave a Reply