

PlayStation 5 leikjakynning Sony í síðustu viku virðist hafa farið mestmegnis vel í PS aðdáendur. Skiptar skoðanir eru vissulega um útlit nýju vélarinnar, en kynningin á leikjum framtíðar var ágætis blanda af AAA titlum og leikjum frá minni framleiðendum. BBC spjallaði við Jim Ryan, framkvæmdastjóra og forseta Sony Interactive Entertainment um kynninguna. Þar sagði hr. Ryan meðal annars:
“We wanted triple-A games that would fully demonstrate the horsepower of the machine. But some of these smaller games are making very cool and innovative use of the new features of the console. So we allowed the show to give a sense of the sheer range of gameplay experience that will be available on PlayStation 5. And this is just the start. There are so many more games that we have in development.”

Samkvæmt þessu var kynningin The Future of Gaming sl. föstudag aðeins byrjunin þar sem fjöldi annara leikjatitla er í þróun hjá fyrirtækinu og dótturfélögum þess. Það er því til mikils að hlakka í aðdraganda útgáfu PlayStation 5 að því er fulltrúi Sony segir.
Nánar:
Frétt BBC: https://www.bbc.com/news/technology-53017909