


Einn af mörgum spennandi titlum sem voru kynntir af Sony fyrir PlayStation 5 á dögunum var Returnal frá finnska leikjastúdíóinu Housemarque. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir að hafa sent frá sér leiki eins og Matterfall og Alienation á PS4. Returnal er þó stærsta verkefni þeirra til þessa, en ekki kom fram hvenær leikurinn kemur út.


Um er að ræða geim-hrollvekju sem fjallar um konu sem brotlendir á fjandsamlegri plánetu hvar hún þarf að berjast við margvíslega óvætti. Þegar hún deyr vaknar hún við sömu martröðina, aftur og aftur. Eins konar blanda af Alien og Groundhog Day.

Þetta er þriðju persónu skotleikur sem verður spennandi að spila í náinni framtíð. Stiklan fyrir leikinn er komin á netið og má berja herlegheitin augum hér fyrir neðan.

Nánar um leikinn:
“Returnal combines action with roguelike gameplay into a third-person shooter where players fight to survive a hostile planet that changes with every death. Players can switch instinctively between firing modes by using a single adaptive trigger and can get right back into the action after dying. PS5’s immersive 3D audio brings the alien world to life around the player, helping players navigate the intense positional combat.”
Nánar:
Housemarque: https://housemarque.com
Twitter: https://twitter.com/Housemarque
Stikla:
1 thought on “Returnal lítur hryllilega vel út í nýrri stiklu”