

Ævintýra- og herkænskuleikurinn 13 Sentinels: Aegis Rim kemur út fyrir PlayStation 4 þann 8. semptember næstkomandi.
Höfundar leiksins eru fyrirtækið Vanillaware sem eru meðal annars þekktir fyrir Odin Sphere og Dragon’s Crown. Leikurinn var fyrst tilkynntur árið 2015, í desember síðasta árs var hann gefinn út í Japan, en núna er loks komið að útgáfu fyrir hinn vestræna heim.

Leikurinn gerist í Japan árið 1985. Risar sem kallast kaiju birtast skyndilega og gera innrás í borgir mannfólksins. Þrettán framhaldsskólanemar neyðast til að verja borgina sína með því að stjórna risatækjum (mechs) sem kallast Sentinels. Leikurinn telst vera vísindaskáldsögu ævintýri með dassi af herkænsku og tower-defense blandað saman.
Leikurinn er gefinn út af Atlus og kemur út á PlayStation 4 þann 8. september 2020.
Nánar:
IGN: https://www.ign.com/articles/13-sentinels-aegis-rim-release-date-september-ps4
Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=fsu0gHzy84M
Heimasíða: https://atlus.com/13sentinels