

Norska leikjastúdíóið Red Thread Games hefur kynnt sína nýjustu afurð, leikinn Dustborn. Sá er væntanlegur á næsta ári fyrir PlayStation 5 og PC tölvur.

Hugmyndin í leiknum er að orð þín eru þín beittustu vopn og er fyrirtækið að baki honum þekkt fyrir leiki eins og Dreamfall Chapters og Draugen. Leikurinn gerist í BNA í náinni framtíð og kannar meðal annars áhrif falsfrétta og falskra upplýsinga hvar slíkt getur haft áhrif á framvindu leiksins. Búist er við að hann komi út á næsta ári, 2021.

Stikla fyrir leikinn er komin á vefinn, sjá hér. Einnig má finna umfjöllun útgefandans á YouTube.
Dustborn kemur út einhvern tíman á næsta ári fyrir PlayStation 5 og PC tölvur.
Nánar:
Red Thread Games: https://www.redthreadgames.com/
GamesRadar+: https://www.gamesradar.com/uk/dustborn-takes-the-power-of-misinformation-and-weaponises-it/
Stikla: https://youtu.be/Li6Khst9VTI
Red Thread segja okkur frá tilurð leiksins: https://youtu.be/CT2dq79khMo