

Nýr eigandi Slightly Mad Studios, Codemasters, kynnti á dögunum nýjustu afurð sína, Project Cars 3. Í þessari þriðju útgáfu seríunnar er skipt um takt, samkvæmt útgefandanum verður leikurinn aðgengilegri fyrir nýja spilara og verður í þetta skipti meðal annars boðið upp á söguþráð (campaign) hvar þú getur kynnst og keppt á öllum tegundum bíla.

Hið fornfræga félag Codemasters hefur heldur betur verið að gefa í hvað varðar ökuleiki undanfarið, en fyrir utan að hafa tekið yfir Slightly Mad stúdíóið eins og áður sagði, tryggði félagið sér á ný útgáfuréttinn fyrir WRC seríuna (World Rally Championship) á dögunum. Næsti WRC leikur Codemasters er þó ekki væntanlegur fyrr en 2023. Codemasters eru m.a. þekktir fyrir seríurnar DiRT og GRID.

Leikurinn verður gefinn út í sumar (2020) og kemur samtímis út fyrir PS4, XB1 og PC tölvur.
[UPPFÆRT 28.06.2020]
Útgáfudagur leiksins hefur verið staðfestur, en græjan lendir á PlayStation 4 þann 28. ágúst.
Nánar:
Stikla: https://youtu.be/8BPzkjvV_Rk
IGN: https://www.ign.com/articles/project-cars-3-announced-for-ps4-xbox-one-and-pc