

Um þessar mundir fagnar Sony tíu ára afmæli áskriftarþjónustunnar PlayStation Plus. Fyrirtækið kynnti í dag hvaða leikir það verða sem standa áskrifendum til boða í júlí, í þetta sinn eru leikirnir þrír en ekki tveir eins og venjan er. Hægt verður að sækja leikina frá og með fyrsta þriðjudegi mánaðarins, þ.e. frá 7. júlí.


Leikir júlímánaðar eru:
- NBA 2K20
- Rise of the Tomb Raider: 20 Year Celebration
- Erica
Nánar:
Stikla fyrir NBA 2K20: https://youtu.be/LT1emQNSI4A
Stikla fyrir Rise of the Tomb Raider: https://youtu.be/1_FIyNcQSgA
Stikla fyrir Erica: https://youtu.be/J9n-4khwctI