

Framtíðar-skotleikurinn The Ascent mun koma út fyrir PS4 og PS5 í næsta mánuði.
Leikurinn hefur notið vinsælda eftir útgáfu á síðasta ári fyrir PC tölvur og Xbox leikjavélar. Sögusviðið er cyberpunk framtíðarveröld þar sem stórfyrirtækið The Ascent Group, sem áður réði öllu og öllum, er fallið. Getur þú komist af án þess?

The Ascent er fyrsta afurð óháða sænska stúdíósins Neon Giant, en þar innanborðs eru nokkrir reynsluboltar sem hafa áður komið að gerð leikja eins og Gears of War, Bulletstorm og Wolfenstein. Curve Games gefa leikinn út.

Leikinn verður hægt að spila einsamall eða í co-op fyrir allt að 4 spilara.
The Ascent kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 24. mars.

Nánar:
Twitter: https://twitter.com/AscentTheGame
Curve Games: https://curvegames.com
Stikla: