

Eftir rúmlega fjögur ár í þróun og seinkanir af ýmsum toga sér loks fyrir endann á framleiðslu nýjasta leiksins í LEGO Star Wars seríunni: The Skywalker Saga.
Eins og áður eru það Traveller’s Tales (TT Games) sem eiga heiðurinn að hönnun leiksins, en Warner Brothers gefa út í samstarfi við LucasFilm og Disney.

Ef eitthvað er að marka höfunda leiksins er um ákaflega metnaðarfullt verkefni að ræða. Leikurinn spannar allar níu bíómyndirnar, spilarar geta vænst þess að heimsækja yfir 20 plánetur og valið úr meira en 300 persónum sem fram koma í kvikmyndunum.


LEGO Star Wars: The Skywalker Saga kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 5. apríl. Leikurinn verður einnig gefinn út fyrir XB1, Xbox Series S/X, Nintendo Switch og PC tölvur.
Nánar:
Vefsíða: https://www.starwars.com/games-apps/lego-star-wars-the-skywalker-saga
Stikla: