

Volition deild Deep Silver samsteypunnar hefur kunngjört að nýtt innlegg í hinni vinsælu Saints Row seríu sé væntanlegt á báðar kynslóðir PlayStation á nýju ári.
Um er að ræða algjöra endurræsingu á Saints Row hugmyndinni, með nýjum sögupersónum, nýrri staðsetningu og öðruvísi nálgun en í síðasta leik (Saints Row the Third, 2011). Búið er að tóna niður geðveikina sem kom þar fram og má því segja að þessi leikur verði líkari Saints Row 2.

Mun Volition að sögn leggja mikla áherslu á RPG þátt leiksins og munu spilarar geta breytt hetjum leiksins að vild.
[UPPFÆRT 01.12.2021]
Tilkynnt hefur verið að frestun verði á útgáfu leiksins, en hann átti að koma út í febrúar á næsta ári. Nýr áætlaður útgáfudagur er 23. ágúst 2022.


Nánar:
Forpanta leikinn / kaupa hjá Amazon.co.uk: https://amzn.to/3GRSdht
PS Blog: https://blog.playstation.com/2021/08/25/rebooted-saints-row-announced-for-ps5-and-ps4-out-next-year
Twitter: https://twitter.com/DSVolition
Vefsíða: https://saintsrow.com
Stikla: