

[UPPFÆRT 01.12.2021]
Sony hefur kynnt hvaða leikir verða fríir fyrir PS Plús áskrifendur í desember. Eins og við sögðum frá þá verða Godfall Challenger Edition, Mortal Shell og LEGO DC Super-Villains í boði fyrir PS4 og PS5 áskrifendur í desember.

Franska vefsíðan dealabs.com hefur lekið PS Plús uppstillingu Sony fyrir desembermánuð. Vefur þessi hefur reynst annsi sannspár um Plús leiki fyrri mánaða og því birtum við þetta hér, án ábyrgðar þó.
Fyrir PS5 er það Godfall Challenger Edition, loot-slasher með dassi af RPG.
Fyrir PS4 eru það leikirnir Mortal Shell og LEGO DC Super-Villains. Sá fyrrnefndi er að sögn souls-líkur og þykir ágætlega heppnaður. Um þann síðari þarf varla að hafa mörg orð.

PS Plús áskrifendur geta sótt leikina frá og með 7. desember.
Nánar: dealabs.com