
Japanski RPG leikjarisinn Nihon Falcom hélt upp á 40 ára afmæli sitt á dögunum. Þar kynnti það ágæta fyrirtæki áætlanir sínar um útgáfu fjögurra leikja í hinni vinsælu “Trails” seríu sem hafa ekki áður komið út á Vesturlöndum.
Leikirnir heita The Legend Of Heroes: Trails From Zero, The Legend Of Heroes: Trails To Azure, The Legend of Nayuta: Boundless Trails, og The Legend Of Heroes: Trails Into Reverie. Falcom sýndi stuttar kitlur fyrir hvern leik og kynnti jafnframt að þeir yrðu allir gefnir út fyrir PlayStation 4, Nintendo Switch og PC vélar.

Trails From Zero kitla: https://youtu.be/lAOCKcEbjiY

Trails To Azure kitla: https://youtu.be/UeLWq9OYI2Q

Trails Into Reverie kitla: https://youtu.be/b0r4tfEBIYw

The Legend of Nayuta: Boundless Trails kitla: https://youtu.be/EXav12w55nY
Trails serían er hluti af hinum risastóra sagnabálki “The Legend Of Heroes” og tengjast leikirnir og persónurnar í veröldinni Zemuria. Nokkrir þræðir eru spunnir í söguhlutunum Liberl, Crossbell og Erebonia. Sá síðast taldi inniheldur sögurnar fjórar The Legend Of Heroes: Trails Of Cold Steel 1-4.
Við höfum áður fjallað um lokakaflann í þeim hluta, The Legend Of Heroes: Trails Of Cold Steel IV – sjá umfjöllun okkar hér: https://psfrettir.com/2020/10/27/umsogn-trails-of-cold-steel-iv

Trails From Zero og Trails To Azure eru úr Crossbell söguhlutanum sem hefur áður aðeins verið gefinn út í Japan. Aðdáendur seríunnar hafa því til mikils að hlakka. Trails From Zero kemur út næsta haust, 2022 og Trails To Azure einhvern tíman á árinu 2023.
Trails Into Reverie er hugsaður sem lokakafli Crossbell og Erebonia söguhlutanna og er áætlað að leikurinn komi út á árinu 2023.
The Legend Of Natuya: Boundless Trails er síðan hasar RPG leikur sem gerist í annari veröld en hinir Trails leikirnir. Sá kom upprunalega út fyrir PSP í Japan en hann er væntanlegur fyrir okkur hin á þarnæsta ári, 2023.
Svo það er mikil JRPG veisla framundan og síðbúnar afmæliskveðjur til ykkar, Nihon Falcom!
Nánar:
The Legend of Heroes: http://thelegendofheroes.com
The Legend of Nayuta: http://thelegendofnayuta.com
Útgefandinn NIS America í Evrópu: https://store.nisaeurope.com
Twitter: https://twitter.com/NISAinEurope
1 thought on “Fjórir Trails titlar á leiðinni til Vesturlanda”