
Það þarf varla að fjölyrða um útkomu Cyberpunk 2077 seint á síðasta ári, klúðrið sem það var, hvað varðar console útgáfur þess ágæta leiks. Kom enda í ljós að afurðin var langt frá því að vera tilbúin til notkunar og rigndi kvörtunum og kröfum um endurgreiðslur yfir útgefandann CD Projekt Red. Sony gekk svo langt að fjarlægja leikinn úr sölu á PlayStation Store og mun það harla óvenjuleg aðgerð af hálfu fyrirtækisins.

Allmörgum uppfærslum og mánuðum síðar er leikurinn þó aftur kominn í sölu þar, en með þeim varnagla að spilun hans sé orðin “þolanleg” á PS5 og PS4 Pro – ef þú átt vanilla útgáfuna af PS4 ættir þú að hinkra um sinn með að kaupa leikinn. CDPR hafa lofað að vinna áfram að endurbótum á græjunni og láta vita hvenær PlayStation 4 eigendum er óhætt að henda sér (aftur) í djúpu laugina.

Þessi skilaboð frá Sony fylgja með:
“Users continue to experience performance issues with this game. Purchase for use on PS4 systems is not recommended. For the best Cyberpunk experience on PlayStation, play on PS4 Pro and PS5 systems”.
Skilaboð til notenda á PS Store
Svo mörg voru þau orð.


Nánar:
Cyberpunk 2077 á PS Store: https://store.playstation.com/en-us/product/UP4497-CUSA16596_00-0000000000000004
Afsökunarbeiðni og útskýringar CD Projekt Red, hvað framtíðin ber í skauti sér: https://www.cyberpunk.net/en/news/37298/our-commitment
Grátklökkur stofnandi CDPR lofar öllu fögru á YouTube: