Enn einn spikfeitur mánuður fyrir PS Plus áskrifendur

Sony opinberaði fyrr í dag hvað verður á matseðli PS Plus áskrifenda í komandi mánuði. Eins og oft áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi, okkur er boðið upp á þrjá aðalrétti í júlí. Ferskt grænmeti á boðstólum, Gordon Ramsay yrði stoltur.

Sumir kalla þetta plágu, aðrir myndu kalla þetta kvöldmatarboð.

PS5 titill mánaðarins er „A Plague Tale: Innocence“. Fjallar um börn sem þurfa að glíma við afleiðingar stríðs og plágu nagdýra sem fylgir í kjölfarið – þetta er saga sem lætur engann ósnortinn.

Uppvakningarnir láta engann ósnortinn í COD Black Ops IV.

Fyrir PlayStation 4 áskrifendur sem hafa þörf fyrir fjöldamorð er varla hægt að finna betri útrás en að salla niður hópa fólks í „Call of Duty: Black Ops 4“. Þennan titil þarf varla að kynna fyrir neinum, hann rennur ljúflega niður.

Eldbakað er ekta.

Í ofanálag er svo hægt að berja, kýla og sparka í þá sem eftir lifa, í fjölbragðaglímu leiknum „WWE 2K Battlegrounds“. Að brjóta bein og tennur hefur sjaldan verið meira gaman (og amerískt).

Hægt verður að panta heimsendingu af matseðli frá og með þriðjudeginum 6. júlí. Ekkert vegan eða ketó kjaftæði.

Nánar um leikina:

A Plague Tale: Innocence: https://www.playstation.com/en-us/games/a-plague-tale-innocence

Call of Duty: Black Ops 4: https://www.callofduty.com/is/blackops4

WWE 2K Battlegrounds: https://wwe.2k.com/battlegrounds

Leave a Reply