Golf With Your Friends fær neðansjávaruppfærslu

PS4 minigolf leikurinn Golf With Your Friends hefur fengið sína fyrstu viðbót, DLC sem þeir kalla The Deep. Uppfærslan er ókeypis fyrir þá sem eiga leikinn.

Leikurinn kom út fyrr á þessu ári en um er að ræða skemmtilegan fjölspilunarleik fyrir allt að 12 keppendur í einu. Nýja brautin býður upp á 18 holur en er öll neðansjávar svo gera verður ráð fyrir því óvænta.

Blacklight Interactive á heiðurinn að framleiðslunni en Team17 gáfu leikinn út.

Nánar:

Team17: https://www.team17.com/golf-with-your-friends-the-deep-update

Twitter: https://twitter.com/GolfWYF

Stikla:

Leave a Reply