Sackboy í sviðsljósinu í nýjum PlayStation leik [UPPFÆRT]

Sackboy og vinkona á góðri stund.

Frá höfundum LittleBigPlanet 3, Team Sonic Racing og Hitman 2 kemur nýr leikur fyrir PlayStation hvar Sackboy sjálfur er í aðalhlutverki. Sá heitir Sackboy: A Big Adventure og var kynntur af Sony í gær. Lögð er áhersla á fjölspilunarmöguleika og byggingu / spilun borða í nýjustu afurð Sumo Digital. Allt að 4 spilarar eiga að geta spilað saman í co-op í þessum 3D platforming leik á PlayStation 5.

Gotta go fast.
3D platformer kalla þeir þennan.

Upprunalegi LittleBigPlanet leikurinn kom út á PlayStation 3 árið 2008. Síðan þá hafa margir LBP leikir og afleggjarar (spin-offs) frá honum komið út.

Skýjum ofar.

[UPPFÆRT 21.09.2020]

Leikurinn verður einnig gefinn út á PlayStation 4 og útgáfudagur er 19. nóvember í Evrópu.

Nánar:

Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=mUwI6e-em3o&feature=youtu.be

Sumo Digital: https://www.sumo-digital.com/

Twitter: https://twitter.com/SumoDigitalLtd

One thought on “Sackboy í sviðsljósinu í nýjum PlayStation leik [UPPFÆRT]”

Leave a Reply