New Game+ Expo sýndi helling af nýjum PS titlum

The Legend of Heroes: Trails of Cold Steel IV

Kynningunni New Game+ Expo var streymt á Netið fyrr í dag en þar sýndu mörg áhugaverð leikjastúdíó hvaða leikir eru koma frá þeim fyrir PlayStation á næstunni. Meðal þeirra sem kynntu nýja titla voru fyrirtækin SEGA/Atlus, NIS America og Natsume. Margir af þeim leikjum sem voru sýndir eru japanskir að uppruna sem ætti að gleðja anime aðdáendur. Við teljum upp það helsta hér.

Harvest Moon: One World

Harvest Moon: One World frá Natsume
Í nýjustu útgáfu Harvest Moon geta upprennandi búfræðingar kannað nýja og spennandi veröld samhliða því að yrkja jörðina. Væntanlegur fyrir PS4 og Nintendo Switch í haust.
Stikla: https://youtu.be/I7gEG2c2tO4

Tin & Kuna

Tin & Kuna frá Black River Studios / Aksys Games
3D puzzle platformer þar sem illir andar taka sér bólfestu í Tin greyinu. Kuna þarf að bjarga vini sínum og ásamt honum vinna bug á óvættum. Leikurinn kemur út í september.

Fallen Legion Revenants frá YummyYummyTummy / NIS America
Framhald leikjanna Fallen Legion: Sins of an Empire og Fallen Legion: Flames of Rebellion, kemur út á PS4 og Nintendo Switch á næsta ári (2021).
Stikla: https://youtu.be/4x-XmzM9iwk

The Legend of Heroes: Trails of Cold Steel IV

The Legend of Heroes: Trails of Cold Steel IV frá NIS America
Framhald af Trails of Cold Steel III, hvar hetjurnar úr Class VII þurfa að hindra Veldið frá því að taka yfir heiminn. Kemur út 27. október. Lestu umsögn okkar um leikinn.
Stikla: https://youtu.be/P7w1lysWcNY

Death end re;Quest 2

Death end re;Quest 2 frá Idea Factory International
Afhjúpaðu leyndardóma fjallaþorpsins Le Choara, leikurinn kemur út fyrir PlayStation 4 og PC tölvur þann 28. ágúst.
Stikla: https://youtu.be/DG2sfc5xXkE

Escape from Asura frá Mikage / Aksys Games
Vestræn útgáfa leiksins Criminal Girls X, kemur út á PS4 og Nintendo Switch á næsta ári.
Stikla: https://youtu.be/YS6LqAl-Vts

Bloodstained: Curse of the Moon 2

Bloodstained: Curse of the Moon 2 frá Inti Creates
Framhald af leiknum Bloodstained: Curse of the Moon, 2D side-scrolling action game með áhugaverðum persónum. Útgáfudagur óviss.
Stikla: https://youtu.be/Ynesdjzxix0

Guilty Gear: Strive frá Arc System Works
Kemur út fyrir PS4 snemma árs 2021.
Stikla: https://youtu.be/hq8yCbaKPXc

Neptunia Virtual Stars

Neptunia Virtual Stars frá Idea Factory International
Söguþráðurinn í þessum leik er svo klikkaður að ég treysti mér ekki til að fjalla um hann. Sjón er sögu ríkari.
Stikla: https://youtu.be/dY7PAi28H5E

Ys IX: Monstrum Nox

Ys IX: Monstrum Nox frá Falcom / NIS America
RPG leikur hvar Adol “hinn Rauði” Christin og félaginn Dogi koma til Balduq, borgar sem hefur verið sigruð af Romun Empire. Þetta endar allt með ósköpum.
Stikla: https://youtu.be/0BwGdUjAqxk

Bladed Fury frá NExT Studios / PM Studios
Kemur út á PS4, XB1 og Switch í haust. 2D ævintýraleikur byggður á kínverskum þjóðsögum.

Iris.Fall frá NExT Studios / PM Studios
Þrautaleikur sem kemur út á PlayStation 4, XB1 og Switch í haust.

Metal Revolution frá NExT / PM
Bardagaleikur fyrir PS4, XB1 og PC vélar. Kemur út á aðventunni 2020.

Nánar:

Umsögn PS Frétta um The Legend of Heroes: Trails of Cold Steel IV: https://psfrettir.com/blog/umsagnir/legend-of-heroes-trails-of-cold-steel-iv

New Game+ Expo á Twitter: https://twitter.com/newgameplusexpo

Gematsu eru sérfræðingar í japönskum leikjum: https://www.gematsu.com

One thought on “New Game+ Expo sýndi helling af nýjum PS titlum”

Leave a Reply