

The Sims 4 kom upprunalega út fyrir PC tölvur 2014 en PS4 útgáfan árið 2017. Síðan þá hefur hermirinn notið fádæma vinsælda, samkvæmt okkar heimildum hafði hann selst í 36 milljónum eintaka síðast þegar að var gáð.

Leikurinn fékk ekkert sérstaklega góðar viðtökur í byrjun en aðdáendum seríunnar fannst ýmislegt vanta frá fyrri útgáfum. Þróunaraðili leiksins, Maxis, hefur þó unnið hörðum höndum að því að bæta græjuna og sent frá sér margar uppfærslur og aukapakka. The Sims 4 verður uppfærður þangað til nýr leikur kemur út, samkvæmt nýlegri frétt á vef Electronic Arts.

Nánar:
EA: https://www.ea.com/games/the-sims/the-sims-4
Stikla: